14.11.2011 | 23:16
Mánudagur 14. nóvember 2011 - Andleysi á blogginu
Jæja ... þá gæti verið að eitthvað sé að rætast úr þessum hljómsveitarmálum hjá mér. Eftir um 6 mánaða leit.
Reyndar er það svo að þrjár hljómsveitir hafa sett sig í samband við mig. Ég fór á æfingu hjá einni í kvöld. Fín æfing. Bara frumsamið efni á dagskrá. Bara þrusugott efni að mínu mati. Rokk og ról að sjálfsögðu með "seventies"-yfirbragði.
Ég ætla að taka vikuna í að læra eins og fimm lög og mæta næsta mánudag og negla þetta. Það verður gaman.
---
Í dag var boðað til foreldrafundar við okkur Laugu vegna Guðrúnar. Tilefnið er að hún er að segja svo margt á leikskólanum sem enginn þar skilur, og nú eigum við að mæta og útskýra það sem sagt er. Það verður vægast sagt fróðlegt, vænti ég.
---
Svo var einhver stórleikur sem GHPL átti í dag. En því miður er mér gjörsamlega fyrirmunað að rifja atvikið upp. Og Lauga er farin að sofa þannig að það er engin hjálp í henni.
Ég verð bara að segja að ég er gjörsamlega andlaus til bloggskrifa eins og er ...
...
Stundum er þetta bara svona.
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.