13.11.2011 | 23:48
Sunnudagur 13. nóvember 2011 - Fínn sunnudagur
Þetta er búið að vera ögn annasamur dagur ... jæja og þó ... varla kallast það annir að fara í heimsókn og láta stjana við sig eins og við gerðum í morgun þegar við heimsóttum Gunnar og Ingu Sif.
Góð heimsókn.
Skruppum í göngutúr í Sunnerstabacken á eftir. Þar brugðum við feðginin undir okkur betri fætinum og fórum í "fjallgöngu".
Við komum við á kaffihúsi á leiðinni heim ... smá kakó og með'í ...
Þá var skroppið í bað ... og lögn á eftir ...
Meðan ormarnir sváfu unnum við í hinum ýmsu verkefnum. T.d. uppfærði ég heimasíðuna mína og heimasíðu teiknistofunnar hennar mömmu.
Ég veit ekki alveg hvað Lauga var að gera á meðan ... sennilega að búa til túnfiskssalat ...
Og þegar allir voru farnir að sofa eða svona um það bil, lagðist ég í skriftir og skilaði af mér einni síðu til birtingar í Sumarhúsinu og garðinum. Grein um sálfræðileg áhrif vatns og fiskabúra. Bara fín grein held ég.
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.