Fimmtudagur 3. nóvember 2011 - Fyrirlestrar og fundur

Ástæða lítillar virkni á blogginu þessa dagana er Íslandsdvöl mín ... já síðuhaldari er rótfastur á landinu fagra við að flytja fyrirlestra í umhverfissálfræði.

 

Var með fyrirlestur í Verkfræðideild HÍ síðdegis í dag ... mér fannst það ganga bara mjög vel nema það að ég ofáætlaði aðeins lengdina á fyrirlestrinum. Og varð því að skauta yfir lokakaflann sem er alltaf leiðinlegt en ...

Skrapp á fund hjá Torfusamtökunum í kvöld. Þar var verið að fjalla um framtíðaruppbyggingu við Höfnina í Reykjavík. Verð að segja að mér finnst þær hugmyndir sem "presenteraðar" voru, voru ekkert sérlega góðar. Þetta er þó ennþá á vinnslustigi en í grunninn finnst mér menn vera á rangri leið, þar sem sálfræðileg sjónarmið eru alls ekkert tekin inn í myndina ... sem er í sjálfu sér ekkert nýtt.

Þeir sem koma að þessum málum er grjótfastir í einhverri hugmyndafræði sem er einfaldlega of þröng. Sem dæmi ganga menn útfrá því að fleira fólk á sama stað þýði í öllum tilfellum blómstrandi mannlíf ... það á sér ekki stoð í raunveruleikanum.
Það er líka gengið út frá því að þéttari byggð þýði í öllum tilfellum meiri sjálfbærni. Hugmynd sem búið er að selja fólki, ekki síst ráðamönnum, í afskaplega langan tíma. Rannsóknir sýna hinsvegar að það er EKKI hinn ískaldi veruleiki ... heldur þess í stað sýna þær afskaplega misvísandi niðurstöður að þessu leytinu til.

Það er ljóst að það er mikið verk framundan í því að koma umhverfissálfræði á einhvern stall í umræðunni. 

Á morgun er svo fyrirlestur og málstofa á Landbúnaðarháskólanum á Hvanneyri. Það verður örugglega gaman. 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband