10.2.2007 | 23:12
Hvað er málið með Eurovision?
Ég var að horfa á samantekt af íslensku forkeppninni fyrir Eurovision ... nokkur lög finnst mér býsna áheyrileg, eins og lögin með Friðriki Ómari, Heiðu og Jónsa. Bestur er samt Eiki Hauks - honum hefur ekkert farið aftur síðan "Gaggó Vest" var aðalmálið ...
Það sem hins vegar kemur mér mjög á óvart, er blessuð stúlkan hún Bríet Sunna sem söng lagið Blómabörn. Hvernig þessi flutningur hennar á laginu skilaði því í úrslit forkeppninnar, er mér algjör ráðgáta. Hann var afleitur. Söngurinn í viðlaginu var svo falskur að það var hreinlega út úr öllu korti. Þar fyrir utan duttu falskir tónar inn við og við allt lagið.
Ég hafði aldrei heyrt hana syngja fyrr en hún söng þetta lag í beinni útsendingu í Sjónvarpinu þann 20. janúar 2007 en mér hefur skilist að þessi stelpa hafi gert það gott í Idol-keppninni á Stöð 2 síðastliðinn vetur. Hún hlýtur því að geta gert betur en þetta ... ef ekki þá biður maður almættið að koma í veg fyrir að lagið Blómabörn sigri í hinni íslensku forkeppni Eurovision árið 2007!
Athugasemdir
Ég skil ekki heldur hvernig þetta lag í flutningi Bríet Sunnu komst í gegn. Sammála þér að öllu leyti með það. Eiríkur Hauks er frábær og lagið er gott. Ég er þó hrifnust af laginu sem Jónsi flytur og einnig af Jónsa sem flytjanda, hann klikkar ekki frekar en Eiríkur.
Ester Júlía, 10.2.2007 kl. 23:26
Eríkur Hauks bara verður að vinna.
Björg (IP-tala skráð) 14.2.2007 kl. 16:34
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.