30.10.2011 | 23:57
Sunnudagur 30. október 2011 - 6 mánaða afmæli og 3ja ára afmæli
Þetta hefur verið sannkallaður afmælisdagur í dag.
Nafni er 6 mánaða í dag. Hvorki meira né minna.
PJPL 6 mánaða - GHPL tók myndina af mjög stuttu færi
Við Lauga erum sammála um það að fyrstu sex mánuðirnir hjá PJPL hafi verið mun fljótari að líða en fyrstu sex mánuðirnir hjá GHPL.
Að beiðni ömmu hans á Bergstaðastrætinu var drengurinn lengdarmældur í tilefni dagsins og reyndist lengd hans vera heilir 66 cm. Ekki svo lítið það.
Guddan var tekin í leiðinni ... hún er 100 cm.
Afmælisdagurinn var þó langt frá því að vera tileinkaður hinum 6 mánaða snáða, því við skruppum til Stokkhólms í dag. Kornelíus Jón frændi okkar átti nefnilega 3ja ára afmæli.
Afmælisveislan var afbragðsgóð. Góðar veitingar og fínn félagsskapur.
Persónulega fannst mér afmælið ná hápunkti þegar Kornelíus Jón var prófa að elda í glænýju pottasetti sem hafði fengið að gjöf. Í miðju kafi var hann truflaður því gesti bar að garði. Hann var augljóslega í dálitlum vandræðum með matinn sem allur "bullsauð" í nýju pottunum.
Hann skimaði í kringum sig eftir aðstoðarmanni. Leit beint í augun á PJPL og bað hann í þann mund sem hann stóð upp að hafa augun á pottunum.
Guðrún var líka einkar áhugasöm um eldamennskuna í afmælinu. Útbjó t.d. gulrót í pylsubrauði.
Eftir afmælið skruppum við niður í miðbæ Stokkhólms og nutum veðurblíðunnar, já og fengum okkur aðeins meira í gogginn.
Í miðbæjartúrnum fór GHPL á kostum þar sem hún þrætti í hverri beygju um hvaða átt ætti að labba í. Hún klifraði upp á hvert einasta ljón sem varð á vegi okkar og hoppaði niður af því. Hún dáðist afar mikið af draugi sem hengdur hafi verið upp í göngugötunni og ræddi um hann fram og aftur.
Í Drottingargötunni í Stokkhólmi. GHPL hallar sér upp að einu ljóninu. Draugurinn í baksýn.
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.