Sunnudagur 23. október 2011 - Farið í bíó

Sonur minn elskulegur fór í fyrsta skiptið í bíó í dag, já og systir hans fór í annað skiptið.

Myndin sem dró okkur í bíóhúsið var engin önnur en hið stórbrotna þrekvirki úr smiðju Walt Disney Nalle Puh - Nya äventyr (eða Bangsímon - Ný ævintýri).

 

Það verður þó að segjast með ólíkindum að Pípus, rúmlega 5 mánaða gamall og vitandi lítið meira í sinn haus en almennt gengur og gerist með börn á hans aldri, þurfti að greiða full barnagjald til að fá að fara inn í salinn (sem var 70 SEK). 

Ef ekki hefði verið búið að lofa GHPL fagurlega að fara með hana að sjá Bangsímon í bíó ... hefði þessi "pólisía" bíóhússins snarlega hnýtt fyrir frekari áætlanir.

Við spurðum út í ástæður þessarar gjaldtöku, svona í ljósi þess að barnið er 99% óviti og er alls ekki að fara að sitja eitt í sæti.

Jú, ástæðan er til að hægt sé að vita nákvæmlega hversu margir eru í salnum á hverjum tíma. Ok ... gæti verið vegna einhvers rýmingarplans í neyðartilfellum. En maður skyldi nú halda að á gervihnattaöld, ætti að vera hægt að hafa valmöguleika í tölvukerfis heils bíós sem keyrir um 30 myndir á hverjum degi í 12 sölum, þar sem skráður er fjöldi 0-2 ára barna í hverju sal. Ég meina ef fjöldinn þarf að vera svona skuggalega nákvæmur.

En svo kom rúsínan í pylsuendanum. Ef maður mætir á svokallaðar barnavagnasýningar sem eru fyrir hádegi á miðvikudögum þá þarf ekki að greiða fyrir börnin. Þá má maður koma með heilan leikskóla með sér ... og allir fá frítt, nema náttúrulega sá fullorðni ... sem eðlilegt er!

Ef bíóið vill ekki fá 0-2 ára gömul börn á almennnar sýningar, þá eiga þeir bara að segja það ... svona rugl er alveg klikk!!

... en bíómyndin var skemmtileg ... eða það fannst allavegana Guddunni ...


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband