Þriðjudagur 18. október 2011 - Alveg eins og í gær þó með undantekningum

Dagurinn í dag var nokkurn veginn endurtekning á deginum í gær, þó að eftirfarandi atriðum undanskildum:

1. Veðrið var mun verra í dag en í gær. Eiginlega bara rammíslenskt haustveður.

2. Þrenningin kom rennandi blaut heim af leikskólanum í dag.

3. Engar kökur voru bakaðar eða borðaðar í dag.

4. Ég sá um kvöldmatinn.

5. Ég fór ekki í ræktina.

6. Ég hitti Sverri í hádeginu.

7. Ég skrapp í Alina Systems og skilaði biluðum hörðum diski og fékk nýjan í staðinn. 

8. Ég kenndi Laugu svolítið á gítar í kvöld.

9. GHPL kom sé fyrir á einum borðstofustól og sofnaði þar í kvöld með sæng og kodda. Stólsetan er 40 x 40 cm. Þetta heimtaði hún.

10. Lauga þvoði massamikinn þvott í dag.

Að öðru leyti var dagurinn bara nákvæmlega eins og dagurinn í gær.

---

Guddan er mjög upptekin af afmælinu sínu þessa dagana. Skoðar af þeim sökum mikið eina tiltekna mynd sem er að finna í bókinni Fyrstu 500 orðin. Myndin er sumsé af afmælisveislu.

Lauga hefur verið að reyna að koma henni í skilning um að hún eigi afmæli í júní. Dóttirin sýnir skilning sinn með því að kinka ákaft kolli.
Skilningurinn er þó ekki meiri en svo að í kjölfar útskýringanna, gaumgæfir sú stutta myndina í bókinni og spyr svo iðulega stóreygð: "Hvar er júní?"

---

Pípus hefur heldur betur borið nafn með rentu í dag ... og Lauga veltir sífellt fyrir sér hvort hann sé svangur. Sem reyndar er ekki skrýtið, það er nánast eins og hella niður í nýlagt niðurfall að gefa manninum að borða. Hann tekur endalaust við.

Hann er klárlega að taka ómakið af systur sinni.

Núna eru uppi vangaveltur um hvort þetta mikla át sé hreinlega eðlilegt fyrir 5,5 mánaða snáða.

Ójá ... það er ýmist of eða van ... :) . 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband