12.10.2011 | 23:00
Miðvikudagur 12. október 2011 - Skilningurinn eykst ennfrekar
Í kvöld komst ég að því að það er hægt að togna í hælnum. Fór í fótbolta og í fyrstu eða annarri snertingu tókst mér að afreka þetta. Ákvað samt að spila áfram ... sem sennilega var ekki besta ákvörðun í heimi sé horft út frá skynsemi. Á móti var það sennilega býsna góð ákvörðun sé litið til skemmtagildis sem var bara töluvert.
---
Hlutirnir ganga hér sinn vanagang ... ja og þó ... þeir ganga kannski bara alls ekki sinn vanagang. Þeir ganga bara allt öðruvísi en þeir hafa gert lengi. Ástæðan er sú sama og rakin hefur verið í bloggfærslunum í gær og fyrradag.
Ég held bara að ég geti hvatt alla til að leggja ókeypis ráðgjöf á hilluna ... þetta er slíkur munur. Og það er bæði gott fyrir þann sem er í hlutverki hins óþreytandi ráðgjafa og þess sem þiggur herlegheitin.
Það sem ég vil þó taka mjög skýrt fram er að það að leggja ókeypis ráðgjöf á hilluna þýðir ekki að spyrja aldrei neins og taka þann pól í hæðina maður eigi ekki að ræða hlutina við fólk nema það að fyrra bragði fitji upp á umræðuefninu.
Í mínum huga kallast sú nálgun afskiptaleysi sem er engu betra en afskiptasemi. Þess vegna er lykillinn sá að spyrja fólk hvort það hafi áhuga, langi mann að ræða tiltekin atriði og gefa því möguleika á að samþykkja eða hafna boðinu ... jájá ... ég ræddi um þetta í gær ...
... þetta er bara mikil uppgötvun.
---
Á morgun verður skrifað um eitthvað annað á þessu bloggi ...
... til dæmis um foreldrafundinn sem við sækjum í fyrramálið.
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.