9.10.2011 | 20:56
Sunnudagur 9. október 2011 - Allt að koma ...
Guðrún tilkynnti það upp úr þurru að bróðir sinn væri að "hugsa núna", þremur sekúndum síðar tilkynnti hún að hann væri "hættur að hugsa" ...
Það er mjög gaman að sjá blessuð börnin aftur eftir tveggja vikna fjarveru og það er ótrúlegt hvað framfarirnar hafa orðið miklar hjá báðum.
GHPL er orðin svo hroðalega hjálpsöm, að það liggur við að hún geti séð um bróður sinn án nokkurrar aðstoðar. Hún gefur honum að borða, tekur af honum smekkinn og þurrkar honum um munninn. Svo fer hún langt með að skipta á honum líka ...
PJPL er orðinn svo sperrtur að hann minnir helst á stutta spýtu ... heimtar að fá að standa öllum stundum nema þegar hann borðar en drengurinn hefur heldur betur bætt sig á þeim vígstöðvum. Svo neitar hann með öllu að sofa nema "rúmið" sé á fleygiferð. T.d. er hann miklu líklegri til að sofa uppréttur í BabyBjörn á þeytingi um bæinn heldur en útafliggjandi í grafkyrrum vagninum úti á svölum.
Þessi drengur á klárlega eftir að láta til sín taka á komandi árum ...
---
Skruppum í ágætan göngutúr í dag ...
Guddunni fannst undirbúningurinn taka helst til langan tíma, þannig að hún sofnaði bara ... sem seinkaði túrnum um tvær klukkustundir ...
... en svo var farið út ...
Guddan smellti þessari síðustu af ... sneri sér svo við og tók þessa ...
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.