8.10.2011 | 19:46
Laugardagur 8. október 2011 - Aftur til Svíþjóðar
Þá er maður aftur kominn til Svíþjóðar eftir svolítið flakk.
Ráðstefnan í Eindhoven í Hollandi í lok september heppnaðist ágætlega. Alltaf gaman að kynna þau verkefni sem maður er að vinna að, þó svo ég hafi nú alveg átt betri dag í púltinu en þann 27. september sl.
Frá Hollandi hélt ég áleiðis til Íslands til að vinna þar í nokkra daga. Sú ferð gekk bara mjög vel og náði ég að koma nokkrum málum á góðan rekspöl.
Á Fróni lagði ég land undir fót og heimsótti Hellissand í fyrsta skipti á ævinni. Þó svo ég hafi nokkrum sinnum keyrt Snæfellsneshringinn hef ég aldrei haft fyrir því að líta við á "Sandinum". Veðrið hefði nú alveg mátt vera betra í þessari ferð en mígandi rigning var alla leiðina.
Að öðru leyti vann ég að húsakönnun bæði á Djúpavogi og Blönduósi, lagði hönd á plóg varðandi verkefni á Höfn í Hornafirði, fundaði með samstarfsmönnum á Landspítalanum og hitti Sævar félaga minn hjá Netspori. Þá er að sjálfsögðu ónefnd vinnan við ferðamálakönnunina sem fór fram á Djúpavogi í sumar.
Þar fyrir utan hitti ég auðvitað vini og vandamenn ... sumsé afar vel heppnuð ferð ...
---
Núna tekur við annars konar vinna ... það er við doktorsverkefi mitt og undirbúningur fyrir fjóra fyrirlestra sem halda á, á Íslandi og í Svíþjóð í byrjun næsta mánaðar.
Það er sumsé nóg framundan.
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.