Laugardagur 17. september 2011 - Uppeldi og sprell

GHPL gengur vasklega fram í uppeldishlutverkinu.

Síðastliðna daga hefur Palli P. fengið ákúrur frá systur sinni fyrir að halda ekki fyrir munninn þegar hann hóstar. 

Hann er líka skammaður þegar hann sparkar í fólk. "Má ekki sparka í fólk!!" segir GHPL og horfir ákveðin í fullkomlega skilningsvana augu hans.

Guddan er líka alveg hörð á því að flugur heiti "fluvur" og þegar hún slær til þeirra, þá "stangar hún fluvurnar". 

---

PJPL er mathákur mikill ... ólíkt systur sinni ... hann rúllar 2 - 3 glösum af barnamat upp á hverjum degi auk þess að fá sér mikið að drekka. 

Já, og svo er hann bara slatta gráðugur. Þegar etið er með skeið, opnar hann ginið og slengir höfðinu snöggt í áttina að skeiðinni og kokgleypir hana og allt sem í henni er. Það er svo reyndar undir hælinn lagt hvort matvælin fara ofan í hann eða út úr honum ... ræðst af ýmsum hlutum ...

En það sem auðvitað það albesta með PJPL, og þetta hefur ég nefnt nokkrum sinnum áður, er hvað hann er glaður.

Þó hann eigi það til að pípa dálítið stundum og hefur af þeim sökum hlotið viðurnefnið Pípus, þá er hann alveg æðislega skapgóður.

 

 

---

Ég skrapp til Stokkhólms í dag að hitta Norsara einn, ... hljómborðsleikara sem reyndar býr í Uppsala ... og við vorum að kíkja á tónlist sem hann hefur verið að setja saman. Það var mjög skemmtilegt verð ég að segja ... tókum um 1,5 klukkutíma session ... 

Það verður gaman að sjá hvernig vefst upp á þetta samstarf, sem við erum báðir áhugasamir um að láta halda áfram. 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband