14.9.2011 | 21:48
Miðvikudagur 14. september 2011 - Leikfimitíminn
Það er einfaldlega ekki hjá því komist að glotta út í annað þegar dóttir segist vilja á "kodda fleks" á diskinn sinn ... en á þá að sjálfsögðu við hið fræga Corn Flakes.
---
Í dag fór heimasætan á "fimleikaæfingu" ... eða kannski ætti bara frekar að kalla þetta "leikfimiæfingu".
Henni fannst víst gaman, eftir því sem áreiðanlegar heimildir herma ... ekki er nokkur lifandi leið að reyna að draga orð af viti upp úr barninu varðandi þessa æfingu.
Eina sem ég fékk uppgefið hjá ungfrúnni var að öskrandi ljón hefði verið í salnum og þegar ég spurði hvort ekki hefði verið gaman þegar fíllinn kom, þá kinkaði hún ákaft kolli.
Áreiðanlegri heimildir segja hvorki ljón né fíl hafa verið á staðnum. Hinsvegar hafi GHPL tekið leiðsögn fremur illa.
"Einbeitingin er nú ekki mikil hjá henni" sagði móðir hennar og setti aðeins í brýnar um leið.
GHPL stóð ekki röð eins og átti að gera, faðmaði kennara ótt og títt sem ekki var ætlast til að gert væri, hljóp út í miðjan salinn þegar átti að hlaupa að veggjunum og fór kollhnís þar sem átti ekki að fara kollhnís, einfaldlega vegna þess að það var gaman að fara kollhnís á þessum tiltekna stað.
"Hún stóð sem hinsvegar mjög vel í nafnakallinu ... það kom mér á óvart" sagði móðirin um það leyti sem frásögninni lauk.
---
Palli P. fór með í leikfimitímann og var bara hinn hressasti með það. "Ótrúlega duglegur" var einkunnin sem hann fékk.
Annars verð ég nú eiginlega að fara að segja einhverjar sögur af honum ... Guddan "dóminerar" allar frásagnir ... ef ég "dóminera" þær ekki sjálfur.
Nenni ekki að skrifa meira ... og nenni ekki að setja neinar myndir ... þannig að ...
... en ég vil fá eitthvert komment á þessa færslu ... það er of langt síðan einhver kommentaði síðast!
Athugasemdir
toppfærsla! mikið pönk í GHPL. ánægður með hana. fuck the system, fight the power.
frex (IP-tala skráð) 15.9.2011 kl. 07:57
Það er alltaf svo gaman að lesa bloggið þitt og fylgjast með fjöldskyldunni. Þú ert svo frábær húmoristi, ég saknaði bloggsins í sumar sem leið.Bestu kveðjur.
ingibjorg kr. einarsdottir (IP-tala skráð) 15.9.2011 kl. 09:31
:)
Páll Jakob Líndal, 15.9.2011 kl. 22:09
Bara að nefna það, eitt stykki komment!!
Þið eruð frábær, öll með tölu :)
Anna Klara (IP-tala skráð) 16.9.2011 kl. 21:09
Kærar þakkir!! :)
Páll Jakob Líndal, 17.9.2011 kl. 21:42
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.