11.9.2011 | 21:03
Sunnudagur 11. september 2011 - Menningarnótt í Uppsala
Í gær var Menningarnótt hér í Uppsala og við drifum okkur út skömmu eftir hádegið ...
... veður gott og allt leit bara ljómandi vel út ...
Við hittum Sverri, Jónda og Dönu fljótlega eftir að við komum niður í bæ, fengum okkur aðeins að borða og svo fórum við að leita að einhverjum menningarlegu fóðri.
Eins og stundum á svona dögum þá er úrvalið svo hrikalega mikið að maður veit varla í hvorn fótum maður á að stíga ... og loks er ákvörðun tekin og lagt af stað, tja ... eiginlega í þeim eina tilgangi að vera mættur á staðinn þegar atriðið er búið.
Það gerðist nokkrum sinnum í gær ... en sumu náðum við ... og það var nú mismerkilegt ...
Þó verður að segja að gospel-tónleikar sem haldnir voru í Konserthuset voru frábærir ... reyndar máttum við þakka fyrir að geta hlustað á því að Guddan tók eina öfluga syrpu rétt áður en tónleikarnir hófust ...
... en blessað barnið hafði sofnað í vagni bróður síns, meðan við vorum í röðinni að bíða eftir að komast inn í salinn og tók það vægast illa upp að fá ekki að sofa ótrufluð áfram en þess á geta að vagnar voru ekki leyfðir í tónleikasalnum.
Nafni skemmti sér hinsvegar ákaflega vel og var mjög hugfanginn af "ljósashowinu" sem í boði var.
Já og svo enduðum við herlegheitin á að hlusta á tónleikana hjá snillingunum sem ég fór á æfingu með um daginn ... Jimi Hendrix bandið ...
... ég þakka guði fyrir að hafa kúplað mig út úr því ... ekki beint glæsilegt ... segi ekki meira ...
Kvöldið endaði svo í afskaplega góðri grillveislu heima hjá Sverri og Dönu.
Dana og nafni í gær
---
Í dag voru hlutirnir með öðrum hætti því ég við vorum bara heima ... ég að vinna og já bara allir að vinna ...
Svo var leikur í kvöld í mígandi rigningu ... enn tapar maður ... mikið er maður orðinn þreyttur á því ... en liðið er nú bara ekki burðugara en þetta.
Og svei mér þá ... ég er bara lemstraður eftir þennan leik ...
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.