9.9.2011 | 21:46
Föstudagur 9. september 2011 - Rólegur föstudagur
Þetta hefur verið svona hálfgerður letidagur í dag ...
... reyndar hitti ég leiðbeinandann minn eftir hádegið og við vorum að ræða málin allt til klukkan var orðin langt gengin fimm.
Vísindagrein nr. 2 er langt á veg komin og við stefnum að því að senda hana inn til einhvers vísindatímarits í lok mánaðarins eða í byrjun þess næsta.
Svo vorum við að ræða hvernig ætti að taka á fyrirlestrinum sem ég á að halda í Eindhoven í Hollandi eftir rúmar 2 vikur.
Það er sumsé allt í gangi ...
---
Aðrir fjölskyldumeðlimir eru við ágætis heilsu ...
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.