Þriðjudagur 30. ágúst 2011 - Allt að gerast

Þetta hefur verið hinn ágætasti dagur ... það sem stendur upp úr er auðvitað fjögurra mánaða afmæli míns ástkæra sonar.

Við héldum upp á það í kvöld ... 

 

Svo fékk ég afar jákvæða umsögn frá hljómsveitinni sem ég hitti á sunnudaginn.  Umsögnin var eitthvað á þá leið að ég hefði verið frábær ... sérstaklega þegar við æfðum saman Rock and roll all nite með KISS.
Það er mikil synd að þetta skyldi ekki ganga upp vegna vegalengdar milli staða ... en auðvitað er ekki hægt að eyða næstum 2 klukkutímum í að koma sér á milli staða ... eða hátt í fjórum tímum í það heila, einu sinni eða tvisvar í viku.

Þá gerðist það í kvöld að loksins fékk ég svar frá vísindatímaritinu sem ég sendi grein til 20. janúar sl. Eins og mér skilst að raunin sé í langsamlega flestum tilfellum, þá fékkst greinin ekki samþykkt í fyrstu lotu en ritstjóri þess vill að ég lagi hana m.t.t. þeirra athugasemda sem gerðar voru en þrír yfirlesarar fóru yfir hana.  

Þeir voru eiginlega eins ósammála um gæði hennar og hægt er.  Einn segir hana mjög vel gerða og segist hlakka til að sjá hana á prenti, næsti segir hana góða og vel gerða en kemur með nokkrar athugasemdir en sá þriðji hefur þetta meira og minna allt á hornum sér.

Nú þarf að leggjast yfir þetta og koma þessu svo aftur til blaðsins.  

 

Síðast en ekki síst er vert að geta þess að við Guðrún skelltum okkur í sirkus í dag ... og GHPL fannst það stórkostlegt ...

"Meiri sirkus" sagði hún um leið og sýningunni lauk ... en þess má geta að við stefnum á að fara í Cirkus Maximum, líkt og við gerðum í fyrra, um helgina.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Til hamingju með drenginn - frábær afmælisveisla :) Það er fyrir öllu að greininni hafi ekki verið hafnað. Bara að svara þessum kommentum með góðum rökstuðningi og hún fer að öllum líkindum í gegn.

Stjóri (IP-tala skráð) 31.8.2011 kl. 00:38

2 Smámynd: Páll Jakob Líndal

Kærar þakkir fyrir þetta ... við sjáum hvað setur með greinarkornið :)

Páll Jakob Líndal, 1.9.2011 kl. 21:32

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband