Mánudagur 29. ágúst 2011 - Annasamir dagar!

Jæja ... síðustu dagar hafa verið mér að skapi ... með öðrum orðum, það hefur allt verið á útopnu.

Á laugardaginn fórum við fjórmenningarnir í giftingarveislu til Stokkhólms, en þar voru Rolf frændi minn og Sandra að gifta sig.

Ég verð bara að segja það, með allri virðingu fyrir öllum giftingum sem ég hef farið í um ævina, að þessi fer klárlega á "topp þrjú".  Hún var hrein snilld bara ...

Það var gott garðpartý sem byrjaði klukkan 14 í glæsilegu veðri, svo var létt en afar vel útilátið hlaðborð kl. 15. Vígslan var svona um 5-leytið, svo kaka og ball og leikir. Svo hætti hljómsveitin um tíu-leytið og þá var komið grillhlaðborð ... 

Allt og allir bara í léttum gír ... formlegheitin afskaplega hæfileg og bara almenn gleði ... 

Samt held ég að enginn hafi eignast fleiri nýja vini í þessu partýi en GHPL ... hún gekk á milli borða og spjallaði við fólkið, brá á leik við suma, dansaði, lék á trommur og hristur, ... og já, gerði bara það sem henni datt í hug, alveg þangað til hún lognaðist útaf kl. 22.

Á heimleiðinni var henni svo skellt í barnavagninn, en í honum hefur hún ekki sofið síðan hún var 6 mánaða.  Til frekari skýringar má geta þess að hægt er að setja tvær mismunandi körfur á vagninn.  Sú sem er í notkun núna er fyrir börn 0 - 6 mánaða, hin er frá 6 mánaða til 4 ára aldurs.  
Það fór ekki á milli mála að blessuð dóttirin hefur stækkað mjög mikið ... 

Nafni var hinsvegar settur í "Baby-Björn" enda auðveldara að bera hann sofandi framan á sér, heldur en hina "stóru" systur.

---

Sunnudagurinn var líka ævintýralegur, þó ævintýrin hafi verið dálítið annars eðlis.

Ég byrjaði á því að ég fór alla leið suður í Gottsunda á hljómsveitaræfingu ... með gaurunum sem ætla að spila Jimi Hendrix á Menningarnótt eftir 2 vikur.
Ég var nú fljótur að átta mig á því að Jimi Hendrix er sennilega ekki sá listamaður sem ég ætti mikið að fókusera á sem söngvari ... í það minnsta fann ég mig engan veginn ...

Þar fyrir utan leist mér alveg temmilega vel á þessa ágætu menn.  Standardinn var frekar lágur og enginn fílingur ... í það minnsta hjá mér ...

Eftir 1,5 tíma var bara pakkað saman og meðleikarar mínir virtust bara himinlifandi yfir "session-inni" ...

Sjálfur var ég mjög efins ... svo efins að í morgun, dró ég mig út úr þessu dæmi ...  

---

Ég fór heim og næst á dagskrá var bara að fara að undirbúa fótboltaleik kl. 18 ... en þá kom góður tölvupóstur.

Hljómsveit í Stokkhólmi vildi fá mig í prufu ...

Þá þurfti bara að "cancella" leiknum og fara að undirbúa prufuna ...

Óhætt er að segja að "session-in" í Stokkhólmi hafi verið skemmtileg ... hún var alveg ógeðslega skemmtileg ... og það var rokkað alveg út í eitt ... flottir gaurar með góðan metnað og góðir á hljóðfærin og með sama tónlistarsmekk og ég ... þetta var fullkomið!!

Þessir ágætu menn vildu ólmir að ég kæmi inn í bandið og ég var mjög ánægður með það ...

... en svo kom babb í bátinn ...

Þegar ég sagði þeim að ég byggi í Uppsala kom efatónn ... og í morgun sögðu þeir að þeim fyndist ómögulegt að hafa söngvara sem byggi svona langt frá ... 

... og ég man ekki hvað er langt síðan ég varð jafn spældur!!!  Og ég er búinn að vera hrikalega spældur í allan helvítis dag ...

En koma tímar koma ráð!! 

Hér er sýnishorn af því sem tekið var í gær ...

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband