26.8.2011 | 21:52
Föstudagur 26. ágúst 2011 - Dagurinn í dag
Fór og hitti leiðbeinandann minn í dag ... það er víst meiningin að taka hlutina föstum tökum í haust með það að markmiði að sigla þessari doktorsgráðu í höfn á næsta ári.
Ég ætti að vera kominn algjörlega með þetta á beinu brautina ... ja eða næstum því ... ofurlítið praktískt mál sem þarf að leysa og áður en á beinu brautina er komið.
---
Annars hefur þessi dagur liðið eins og margir aðrir fyrir framan tölvuna, þar sem unnið er að því að leysa vandamál heimsins.
---
Allir við hestaheilsu hérna ... og bara reddí fyrir giftingu sem við erum að fara í á morgun í Stokkhólmi.
Meira um það síðar.
Núna fer maður bara og leggur sig.
Athugasemdir
Gaman að þú ert aftur byrjaður á blogginu, saknaði þín og ykkar í sumar. Við þekkjumst ekkert en mér finnst gaman að fylgjast með. Þú skrifar góða íslensku og ekki skortir húmorinn.
ingibjorg kr. einarsdottir (IP-tala skráð) 29.8.2011 kl. 14:14
Þakka hlý orð :)
Páll Jakob Líndal, 30.8.2011 kl. 07:09
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.