Þriðjudagur 23. ágúst 2011 - Fatasmekkur og sýrustig

Á hverjum morgni þessi dægrin upphefst mikil umræða um það hvort dóttirin eigi að fara í sokkabuxur eða ekki.  Hún er alveg gallhörð á því að hún eigi ekki að fara í sokkabuxur.

Engu að síður endar umræðan alltaf á sama veg ... hún fer í sokkabuxur.

Þá upphefst gífurlegt kvart og kvein yfir því hvað sokkabuxurnar séu sérdeilis viðbjóðslega óþæginlegar.

Hvaða kjól skal svo farið í?  Um það er þrasað í töluverðan tíma.  Og svo er það regngallinn frá 66°N.  Það eru hörkuslagsmál að koma blessuðu barninu í slíka múnderingu. 

Aldrei hefði mig órað fyrir því að óreyndu hvað skoðanir á fatavali gætu verið miklar hjá þriggja ára gamalli stúlku. 

---

Nafni var vigtaður í gær ... hann reyndist vera 6,6 kg og þegar ég fletti upp í gagnasafninu mínu þá sé ég að GHPL var orðin hér um bil 6 mánaða þegar hún var 6,6 kg ... nafni er nú bara rétt tæplega fjögurra.

Það verður líka að segjast að samskipti systkinanna eru algjörlega frábær ... GHPL er svo hrikalega góð við PJPL að það er ótrúlegt.  Stundum er góðvildin kannski svona í það mesta, mikið kram og kjass ... kosturinn við það er að PJPL verður örugglega þolinmóðasti maður í veröldinni þegar fram líða stundir. 

---

Síðustu misseri hef ég mikið verið að pæla í sýrustigi líkamans.  Þetta er eitthvað sem ég held að flestir ættu að pæla í en rétt sýrustig skilar sér í margfalt betri líðan bæði andlegri og líkamlegri.

Núna hef ég gætt mjög vel að sýrustiginu hjá mér og það hefur skilað því að ég hef t.d. ekki fengið neinn einasta vott af harðsperrum s.s. eftir leikinn á sunnudaginn né heldur eftir lyftingarnar í gær, þrátt fyrir að hafa verið í góðri pásu í 2 mánuði.  Fór svo á fótboltaæfingu í kvöld og fann ekki fyrir neinu ... engin eftirköst ... bara ekkert ...

Það sem ég hef verið að gera til að viðhalda réttu sýrustigi er fyrst og fremst að gæta að vatnsneyslu minni.  Sérstaklega hef ég fókuserað á að drekka alltaf um hálfan lítra af vatni með sítrónusafa á morgnana.  Stundum drekk ég sítrónuvatn líka á kvöldin.  Þar fyrir utan drekk ég ekki gosdrykki enda er það vísasta leiðin til að setja sýrustigið algjörlega á haus að drekka slíkt.

Eins og ég segi ... hvet alla til að kíkja á þetta ...

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

     Hún er alveg ynndislega frábær hún Guðrún Helga okkar það fara ekki margir í fötin hennar.

Steinunn og Gunnar (IP-tala skráð) 24.8.2011 kl. 11:07

2 Smámynd: Páll Jakob Líndal

:)

Páll Jakob Líndal, 25.8.2011 kl. 07:37

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband