Breiðavík - til Breiðavíkur?

Nú þegar umræðan um drengjaheimilið í Breiðuvík er í hámælum - hef ég hnotið um í fréttaflutningi að oft er sagt frá drengjaheimilinu í Breiðavík en ekki Breiðuvík (nú síðast í hádegisfréttum RÚV).  Mér finnst þetta einhvern veginn ekki ganga málfræðilega upp samanber venju um að fólk segist fara til Djúpavogs en ekki Djúpivogs, til Mjóafjarðar, ekki Mjóifjarðar ... ætti ekki það sama að gilda um Breiðuvík?

Ég hefði áhuga á því ef einhver telur sig vita hið rétta í málinu að sá hinn sami upplýsti mig um hvort er réttara.  En kannski er hér um málvenju að ræða?


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Vilborg Valgarðsdóttir

Ég heyrði Elínu Hirst útskýra í fréttum RÚV í gærkvöldi að þetta væri skv. málvenju í héraði og þar beygðu menn ekki staðarheitið Breiðavík.

Vilborg Valgarðsdóttir, 8.2.2007 kl. 13:16

2 Smámynd: Páll Jakob Líndal

Vilborg Valgarðsdóttir! Kærar þakkir fyrir upplýsingarnar - mér er létt.

Páll Jakob Líndal, 8.2.2007 kl. 13:40

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband