Föstudagur 27. maí 2011 - Bloggið í dag

Þessi dagur hefur einkennst af vinnu við að strúktúrera doktorsverkefnið mitt ... búa til útlínur og kaflaheiti ...

Það er komið að þeim kafla í þessu blessaða námi mínu að fara að rita sjálfa ritgerðina ... stefni á svona 25.000 orð og svo verður þremur greinum hnýtt aftan við, þannig að þetta mun teygja sig eitthvað yfir 50.000 orð væntanlega.  Sem eru um 200 blaðsíður. 

Sem betur fer á ég orðið töluvert af efni þannig að "cut" og "paste" vinnu er í burðarliðnum.

En ég ætla að láta þetta ganga hratt fyrir sig.

---

Ég er síðustu misseri búinn að vera að líta eftir hljómsveit til að syngja í ... búinn að hafa samband við nokkrar en undirtektirnar eru heldur dræmar.

Þó setti ein sig í samband við mig í gær og vildi meiri upplýsingar ...

... svo verður bara að sjá til ...

En ég mun ekki hætta fyrr en ég verð kominn í einhverja sæmilega sveit ... ;)

--- 

Af öðrum er svo sem allt gott að frétta ... Tani H er svolítið "lítill" þessa dagana en eftir góðan árangur með soðna vatnið hefur komið bakslag.

Við þurfum bara að sjá hvort hann "stækki" ekki aftur fljótlega ...

Guddan er enn mjög ábyrgðarfull þegar kemur að "litla barninu" eins og hún kýs að kalla það.  Það er kysst og því klappað eins og morgundagurinn sé enginn.  Eins og staðan er í dag þarf Tani H engu að kvíða.


Sofandi Tani þegar þrjá daga vantaði í 4 vikur.


Sofandi Syd þegar 1 dag vantaði í 4 vikur.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Steinunn og Gunnar (IP-tala skráð) 28.5.2011 kl. 10:26

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband