25.5.2011 | 21:36
Miðvikudagur 25. maí 2011 - Prinsessur, kraftaverk og fótbolti
Það er skollið á prinsessuæði.
Nú vill GHPL bara vera í kjólum og spariskóm ... og dansa ... helst við prins ...
Ástæðuna má að öllum líkindum rekja til þessara þriggja fyrirbæra ...
... videomyndarinnar um Öskubusku ...
... bókarinnar um Öskubusku, Þyrnirós, Mjallhvíti, Ariel, Jasmine og Fríðu ...
... púsluspilsins sem skartar þeim stöllum ...
---
Amman á Sauðárkróki kom með töfraráð í gær ...
Lauga var að segja henni að Tani H léti ófriðlega og það væri varla hægt að leggja blessað barnið frá sér öðruvísi en hann færi að æpa.
"Gefðu honum soðið vatn úr pela" sagði amman.
Það var gert ...
Ég hef aldrei vitað til þess að nokkrum manni hafi orðið jafn gott af soðnu vatni!
Tani H hefur verið algjörlega eins og engill síðan dreypt var á vatninu. Búinn að sofa meira og minna í allan heila dag.
Það má líkja þessu við kraftaverk ...
... amman veit hvað hún syngur ...
---
Í gærkvöldi skrapp ég á fótboltaæfingu, þá fyrstu síðan árið 1997 ...
... við getum orðað það þannig að ég hafi spilað með betra liði en Vaksala SK ... en þetta var svo sem ágætt. Að minnsta kosti fín leið til að komast í svolítið betra form og rifja upp gamla takta.
Fór svo aftur í fótbolta í kvöld ... í þetta sinnið hjá 20 mínútum ... sæmileg mæting þar en óhætt að segja að æfing gærdagsins hafi aðeins setið í.
En þetta er allt að koma ...
Athugasemdir
Já er það ekki.
Steinunn og Gunnar (IP-tala skráð) 26.5.2011 kl. 10:10
Jú, jú :)
Páll Jakob Líndal, 27.5.2011 kl. 07:55
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.