Miðvikudagur 18. maí 2011 - Að stjórna aðgerðum á vettvangi

Þá er nú enn einn blessaður dagurinn að kveldi kominn.

Nú er ég kominn á fullt skrið í að skrifa rannsóknargrein nr. 2 fyrir doktorsverkefnið mitt.  Vona að ég geti skilað henni inn til einhvers vísindatímarits fljótlega ... reyndar veltur það dálítið á leiðbeinandanum mínum ... þ.e.a.s. hvenær hann hefur tíma.

Það ætti þó að verða fljótlega.

---

Vinnan hérna heima fyrir er ærin ... það er enn verið að fínpússa handtökin ...

Lauga skrapp t.d. að ná í Gudduna í dag í leikskólann og kom við í búðinni í leiðinni.  Þá var hún nýbúin að fóðra Tana H og leggja hann.  En viti menn, hún var varla farin út úr dyrunum þegar Tani H vaknaði í öllu sínu veldi ...

... og gólaði eins og stunginn grís í 40 mínútur ... gjörsamlega óviðráðanlegur sökum hungurs ...  

... við skulum segja að ég hafi vel fundið fyrir taugunum í skrokknum á mér síðustu 15 mínúturnar. 

Ný aðferðarfræði var innleidd um leið og Lauga kom heim til að koma í veg fyrir að þessi sirkus endurtaki sig.

En þetta var góð æfing fyrir mig ... í því að halda mér rólegum ... ;)

---

Eins og kom fram í færslu gærdagsins er Guddan tekin að leggja línurnar fyrir bróður sinn.  En ekki nóg með það ... hún stjórnar einnig oft aðgerðum á vettvangi.

Í morgun þurfti að skipta um bleyju.

Guðrún tók málið í sínar hendur og stökk fram úr rúminu að ná í bleyju. Rétti móður sinni bleyjuna. Hljóp svo að kommóðunni og dró út tuskuskúffuna.  Greip eina. 
Þá hugðist móðirin standa upp til að fara að bleyta tuskuna ... en sei, sei, nei.

Stopp!!  Stopp!! Sittu!!!" sagði GHPL mjög ákveðið. Því næst leit hún á litla bróður sinn og sagði undurljúft:  Bíddu litla barn ... ekki fara ... Gí koma aftur!!"   Svo leit hún á mig og sagði "Kom!!  Bleyta tusku!!"

Ég var teymdur fram að eldhúsvaskinum þar sem bleytt var upp í tuskunni. GHPL tók tuskuna og hljóp með hana inn til móður sinnar.  Kom til baka með notuðu beyjuna í hendinni og hendi henni í ruslið. 

Þetta myndi ég kalla virka þátttöku!!

Ég verð bara að segja það að ég er ákaflega montinn af dóttur minni :) .

Við Lauga vorum í kvöld að rifja upp þegar Guddan var á svipuðum aldri og Tani H er núna ... réttara sagt ... Lauga var að rifja upp uppeldis-taktíkina mína frá GHPL var á svipuðum aldri ...

Óhætt er að segja að afstaða mín til uppeldismála hafi tekið stórkostlegum stakkaskiptum.  Jafnvel svo að ég kannast ekki við að hafa nokkurn tímann sagt sumt af því sem Lauga fullyrðir að ég hafi lagt áherslu á ... sumt af því er hreinlega út í hött!!

En þessi færsla sýnir að ég var ekki alltaf afslappaður þegar Syd var að stíga sín fyrstu skref ;) .

Ég er 1.000.000 sinnum rólegri núna :) 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Jebb... ég efast ekki um að þú hafir aðra skoðanir á uppeldinu ... enda orðin úrlærður í pabba hlutverkinu..   þú hafðir líka sterkar skoðanir á þessu hlutverki sem þú þekktir ekki þá,.. og það er nú einusinni þannig með ýmsa hluti sem maður þekkir ekki að eigin raun.. en þegar maður upplifir þá... ÞÁ.. og já.. ÞÁ... fyrst fær maður rétta mynd af lífinu ... en eitt máttu vita væntanlegi mágur .. eða er það ekki stefnann ?? ... þú veist að þú getur ekki fengið betri mákonu en mig  !!en semsagt það sem ég vildi sagt hafa... þá áttu yndisleg börn og frábæra barnsmóður !!  Til lukku með lífið

abba (IP-tala skráð) 20.5.2011 kl. 23:18

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband