7.5.2011 | 21:29
Laugardagur 7. maí 2011 - Fyrsta vikan að baki
Þá er vika liðin síðan litli stubbur kom í heiminn og þessir síðustu dagar hafa eiginlega bara runnið saman í einn ... þar sem fókusinn er á litla stubb og stóra stubb.
Eins og áður hefur komið fram hefur stóri stubbur verið með hitavellu alla vikuna ... sem hefur fjölgað viðfangsefnunum talsvert og aukið flækjustigið. En hver hefur svo sem sagt að þetta ætti eitthvað að vera einfalt og fyrirhafnarlaust?
Annars verð ég bara að segja að litli stubbur hefur verið alveg ótrúlega vær og meðfærilegur miðað við aldur. Auðvitað er álagið heldur meira Laugu megin en mín en þetta gæti nú verið 1.000.000x verra.
GHPL hefur einnig sýnt sínar allra bestu hliðar, bæði verið samvinnufús og skilningsrík ... þó svo kastast hafi í kekki endrum og eins. Það eru nú heldur engar ládeyður hér á heimilinu, þannig að stöku sprettir við og við er það skiljanlegasta í öllum heiminum ;) .
Þessi var tekin af litla stubb í gær.
Guddan vildi endilega prófa rúmið sem sá stutti sefur í. Reyndar er það svo að rúmið var upphaflega keypt handa henni en hún hefur aldrei viljað neitt vita af þessari mublu ... ja ... fyrr en nú ...
Annar hlutur sem GHPL hefur ekki viljað neitt vita af, fyrr en nú, er þessi ágæti bleiki koppur. Nú er hann notaður í hvert mál ...
Svo kíktu Sverrir, Jóndi og Dana til okkar í heimsókn ... "Hann er jafnléttur og kókflaska", sagði Jóndi eftir að hafa haldið að stubb í smástund.
Guddunni datt það snjallræði í hug að líma límmiða á ennið á bróður sínum í gær. Mér segir svo hugur um að þetta verði ekki í síðasta skiptið sem aðgerðir á borð við þessa verða framkvæmdar. Á miðanum stendur "Fjarlægið flipann á baki bókar til að spila".
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.