Uppbyggður vegur yfir Kjöl

Múrenan er "afturhald" og setur stórt spurningarmerki við þessa framkvæmd - jú auðvitað styttir þetta leiðina milli Akureyrar og Reykjavíkur um einhverja tugi kílómetra, það sparast peningar, hagkvæmt ... og svo koma frasarnir alveg í röðum.  Ef litið er framhjá öllum peninga-, hagkvæmnis- og hraðasjónarmiðum hvers eiga hálendið og unnendur þess að gjalda?  Halda menn að þetta 200 km sinnum 200 km landsvæði þoli að sífellt sé klipið af því, í þágu "framfara"?  Á fólk sem fílar að vera úti í ósnortinni náttúru, bara að halda kjafti, fara Gæsavatnaleið eða að öðrum kosti, vera heima hjá sér og skoða myndir?

Uppbyggður vegur yfir Kjöl mun mjög líklega hafa í för með sér massífa uppbyggingu á Hveravöllum, svo sem bensínstöð og pylsu- og hamborgarasölu, hugsanlega verður rifin upp ein sundlaug, stígar milli hveranna malbikaðir auk þess sem safn um Fjalla-Eyvind fer teljast álitlegur kostur.  Hinum almenna vegfaranda kemur til með að finnast Kjölur álíka spennandi yfirferðar og honum finnst Holtavörðuheiðin núna.  Með framkvæmdinni er sjarmi Hveravalla sennilega horfinn á braut ... og allt í nafni þess að "allir þeir" sem eru svo mikið að keyra milli Akureyrar og Reykjavíkur geti sparað klukkutíma í akstri.  Já og náttúrulega "allur fjöldinn" sem er á leiðinni milli Selfoss og Akureyrar - hann sparar alveg tvo tíma.  Hvað með hávaðamengun?  Hafa forráðamenn Norðurvegar eitthvað spáð í hana?

Eitt að lokum: Hvað skyldu stjórnendur Flugfélags Íslands segja við uppbyggðum Kjalvegi?


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ómar Ragnarsson

Sagt er að leiðin styttist um 47 kílómetra. Hægt er að stytta hringvegarleiðina um 25 kílómetra í byggð. Styttingin er sem sagt 22 kílómetrar, kortérs akstur. Það er allt og sumt.

Ómar Ragnarsson, 6.2.2007 kl. 01:18

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband