1.5.2011 | 20:37
Sunnudagur 1. maí 2011 - Stubbur kominn í heiminn
Þá er þetta um garð gengið ... afkomandinn kominn "út undir bert loft" eftir snarpa aðgerð í gærkvöldi.
Stubbur kom í heiminn kl. 22.21 að staðartíma, 49 cm langur og 2840 gr. Sumsé enginn risi en þó töluvert stærri en systirin ... og já ... þetta er strákur ...
Núna var auðvitað meiningin að setja myndir inn á síðuna af herranum en þá áttaði ég mig á því að myndavélin varð eftir niðri á sjúkrahúsi ... hmmmm ... :)
Þannig að ...
... myndirnar verða bara að bíða morgundagsins ... :)
Ég biðst velvirðingar á þessu glappaskoti mínu ...
---
Svo var búið að undirbúa komu Guddunnar á spítalann en þegar til kastanna kom hringdi Sverrir og sagði að hún væri komin með hitavellu.
Þá var öllum heimsóknum slaufað samstundis.
Síðar kom í ljós að sennilega hefur þetta hitaskot stafað af hægðartregðu, því um leið hún losnaði, datt hitinn niður og Guddan hresstist marktækt ...
... en það breytir því ekki að systkin hafa ekki enn hittst ...
Það mun þó gerast á morgun ef guð lofar.
Athugasemdir
Innilega til hamingju með soninn, vonandi heilsast þeim mæðginum vel. Við biðjum kærlega að heilsa öllum fjölskyldumeðlimunum.
Kveðja Nanna, Gummi og börn
Nanna og Gummi (IP-tala skráð) 1.5.2011 kl. 21:46
Til hamingju með drenginn!! Hlakka til að sjá myndir af honum og heyra betur alla söguna :O) Knús á línuna!
Helga Guðrún (IP-tala skráð) 1.5.2011 kl. 21:47
Vá hvað ég er búin að kíkja oft hérna inn síðasta sólahringinn!!! Innilega til hamingju!!! Og gaman að fá strák í þetta skiptið!! Vona bara að Laugu líði vel og nái að hvílast vel áður en hún fer heim aftur .... rosa viðbrigði að koma heim með lítið kríli og hafa stærra kríli heima sem þarf að hugsa um líka...ansi ólíkt fyrri upplifun manns. Dásamlegt líka, en mun erfiðara og flóknara eins og ég upplifði það.
Knúsaðu Laugu hetju frá mér :*
Sigga Dóra (IP-tala skráð) 1.5.2011 kl. 22:46
Hjartanlega til hamingju öll sömul. Já nú fer fyrst að vera fjör á heimilinu :-)
Hlakka til að heyra meira og sjá myndir af, án efa, fallegasta dreng í heimi!
Linda (IP-tala skráð) 1.5.2011 kl. 23:04
Innilegar hamingjuóskir! Hlakka til að sjá framan í Tana Heimi
Stjóri (IP-tala skráð) 1.5.2011 kl. 23:18
Æðislegt :) Innilega til hamingju með drenginn kæra fjölskylda :) Hlakka til að sjá myndir :)
Þóra (IP-tala skráð) 2.5.2011 kl. 13:22
Mikið er gaman að lesa bloggið þitt, langt aftur. Amma mín þekkti ömmu þína o.s.f.Amma mín var Ingibjörg Vilhjámsdóttir frá Bakka í Svarðardal, búsett á Blönduósi ásamt afa Tómasi R. Ég ætla ekki að rekja ættartengsl, heldur að dást að blogginu þínu. Þú hefur svo mikla kímnigáfu og svo dáist ég að Sydney. Til hamingu með litla drenginn ykkur. Bestu kveðjur til Laugu. Ég blogga stundum sem er thulo.blog.is. Bestu kveðjur, Ingibjörg Kr. Einarsdóttir.
Ingibjörg Kristrún Einarsdóttir, 2.5.2011 kl. 17:13
ÆI Bobbi hvað þurfum við að bíða lengi eftir því að fá að sjá PRINSINN:
KV.afi og amma
Steinunn og Gunnar (IP-tala skráð) 2.5.2011 kl. 18:11
Innilegar þakkir fyrir kveðjurnar ... þær eru virkilega notalegar og góðar fyrir hjartað :)
Páll Jakob Líndal, 2.5.2011 kl. 22:51
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.