Sunnudagur 24. apríl 2011 - Páskadagur og fleira

Ţessi páskadagur hefur veriđ kjaftfullur af vinnu.  Allur fyrriparturinn fór í ađ undirbúa fyrirlesturinn á ţriđjudaginn og núna í kvöld hef ég veriđ ađ vinna ađ skýrslugerđ vegna Landspítalarannsóknarinnar. Núna eru drög tilbúin.

Guddan hefur veriđ ađ gera ţađ gott síđustu daga.

Í gćrmorgun ákvađ hún ađ skreppa ein fram í stofu međan viđ Lauga vorum enn ađ vakna. Viđ heyrđum glögglega ađ dóttirin var eitthvađ ađ bjástra ţarna frammi en svo ţagnađi allt.

"Ţađ er grunsamlega hljótt í stofunni núna" sagđi Lauga og ég ákvađ ađ kíkja og sjá hvađ vćri í gangi.

Ég mćtti Guddunni á ganginum og sú var heldur en ekki brúnaţung. "Ónei" sagđi hún "Gí sulla, allt blautt!"  Á stofuborđinu blasti kassagítar dótturinnar viđ og ţegar betur var ađ gáđ var hann hálffullur af vatni. Auk ţess hafđi nokkrum eldhúsáhöldum (leikfangaeldhúsáhöldum) veriđ trođiđ ofan í kassann og ţarna flutu ţau um. 

Hvernig hafđi ţetta eiginlega gerst? Jú, sú stutta hafđi, ţegar hún skrapp fram, tekiđ međ sér vatnsbrúsann sem hún hefur inn í svefnherbergi á nóttunni en hún á ţađ til ađ vilja fá ađ drekka um miđjar nćtur. Brúsinn hafđi sumsé veriđ tćmdur ofan í gítarinn.

---

Í morgun var mikil gleđi ţegar GHPL tók upp sitt fyrsta páskaegg. Reyndar voru páskaeggin tvö ... annađ frá ömmu og afa á Sauđárkróki og hitt, sem var óhefđbundara egg á íslenskan mćlikvarđa, frá Huldu frćnku. Mćltust bćđi eggin ákaflega vel fyrir.

Svo var málshátturinn ađ sjálfsögđu lesinn ... "margur gjörir verr en hann veit" ...

Eftir dálítiđ bardús viđ páskaeggiđ, ţar sem hvert gúmmilađiđ á eftir öđru var rifiđ fram, rýndi GHPL inn um gatiđ á súkkulađipáskaegginu og hélt ţví fram statt og stöđugt ađ inni í egginu vćri nótt.

Í sjálfu sér áhugaverđ pćling ...

---

Í kvöld fórum viđ svo í afmćlisbođ til Sverris ... annađ matarbođiđ hjá ţeim hjónum á ţremur dögum ... geri ađrir betur!!


« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Bćta viđ athugasemd

Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband