23.4.2011 | 23:15
Laugardagur 23. apríl 2011 - Vinna og miðbæjarferð
Hér í Uppsala er brostin á mikil blíða ... hitinn slagaði hátt í 20°C, það var heiðskírt og logn ...
... mér skilst að veðrið hafi verið eitthvað svipað á Íslandi í dag ... ;)
---
Dagurinn byrjaði með umræðum yfir morgunmatnum, en svo færðist síðuhaldari nær tölvuskjánum og þeim verkefnum sem biðu hans, sem eru ærin svo ekki sé meira sagt.
Það breytti því nú samt ekki að við skruppum niður í bæ í dag og nutum góða veðursins ... og já, það voru teknar nokkrar myndir ...
Mæðgurnar í Källparken
Við kastalann með dómkirkjuna í baksýn.
Svo hófst vinnan á nýjan leik þegar heim var komið ...
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.