Mánudagur 18. apríl 2011 - "Gogga-ævintýrið"

Þessi dagur hefur verið svolítið öfugsnúinn. Málið var nefnilega að ég, ásamt Sverri vini mínum og "Gogganum", dvaldi fram eftir nóttu á slysadeildinni.

Forsaga þess máls var á þá leið að í fótboltanum í gærkvöldi varð mér það á að hlaupa "Goggann" niður en "Gogginn" er afrískur félagi okkar og dyggur liðsmaður fótboltafélagsins 20 mínútna. Það skipti engum togum að við höggið steyptist "Gogginn" beint á höfuðið, rotaðist í stutta stund og fékk "myndarlegan" skurð á augabrúnina.

Innan vébanda 20 mínútna er að finna harðsnúið lið lækna en í gær var enginn þeirra mættur. Fyrstu viðbrögð voru því afar fálmkennd og hringlandi rugluð ...

Sjálfsagt væri ekki vanþörf á að maður tæki eins og eitt skyndihjálparnámskeið ...

Með "Gogganum" hálfvankaðan og blóðugan var ekki annað í stöðunni að en drífa hann á slysó, þar sem einmitt einn læknirinn úr liði 20 mínútna tók á móti og gerði að sárum "Goggans".

Ferlið tók nokkra klukkutíma og ég var ekki sofnaður fyrr en um 04.30 í nótt. 

Það er samt algjört aukaatriði. Aðalmálið er að "Gogginn" var í morgun orðinn hress en þarf nú að hvíla í nokkra daga áður en fótboltasparkið getur byrjað aftur.

---

Það sem er umhugsunarefni í þessu öllu saman, var að í gær áður en ég fór í boltann fékk ég "skilaboð" einhvers staðar frá, um að annaðhvort myndi ég meiðast eða orsaka meiðsl í fótboltanum.

En svona "skilaboð" man ég ekki eftir að hafa fengið fyrr ... og því datt mér ekki í hug að sleppa boltanum ;) .

---

Í gær, áður en "skilaboðin" bárust og "Gogga-ævintýrið" hófst, vorum við Lauga og Guddan ásamt fleirum í góðri veislu hjá Jónínu Hreins samstarfskonu Laugu á augndeildinni.  Veðrið var frábært og maturinn æðislegur ... og óhætt að segja að vel hafi tekist til í alla staði.

---

Svo er náttúrulega afar gaman að segja frá því að "samstarfsfólki" Guddunnar á leikskólanum, ungu sem "öldnu" finnst hún ákaflega skemmtileg.

Jafnvel svo að það var sérstaklega tekið fram við Laugu þegar hún náði í stubb í dag.

Þetta er auðvitað engin ný tíðindi fyrir okkur foreldrana ;) . Hún á nú ekki langt að sækja það að vera skemmtieg.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðmundur Sverrir Þór

Það er nú heldur fært í stílinn að læknirinn góði hafi tekið á móti okkur ... við drógum hann upp eftir að hafa dorgað í tvo og hálfan tíma.

Guðmundur Sverrir Þór, 19.4.2011 kl. 22:07

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband