14.4.2011 | 22:28
Fimmtudagur 14. apríl 2011 - GHPL stígur á stokk
Mćđgurnar settu saman innkaupalista síđastliđinn sunnudag. Fróđlegt ađ sjá hvernig upptalningin, svona um miđbik, tekur 90° beygju ...
En listinn var eftirfarandi (ţađ sem Lauga taldi upp er merkt međ (SGG) en ţađ sem Guddan valdi er merkt međ (GHPL)):
Mjólk (SGG)
Djús (GHPL)
Ávextir - epli (GHPL), perur (GHPL) og bananar (SGG)
Rjómi (SGG)
Niđursođnar perur (SGG)
Súkkulađi (í tertu) (SGG)
Bók (GHPL)
Fíllinn (GHPL)
Blómiđ (GHPL)
Dóra (GHPL)
---
Ţađ er óhćtt ađ segja ađ Syd Houdini hafi tekiđ miklum framförum međan ég skrapp til Íslands. Hún segir hún alveg hiklaust "ó je" međ miklum tilfćringum ef mađur biđur hana um ađ gefa "fćv". Ţađ gerđi hún einmitt ekki áđur en ég fór til Íslands.
---
Guddan var í fríi í skólanum í dag vegna viđgerđa á skólahúsnćđinu. Ţess vegna sátum viđ út á svölum í morgun og rćddum málin. Eftir ađ hafa bókstaflega malađ eins og kvörn í dágóđa stund, og algjörlega án ţess ađ ég skildi upp né niđur í ţví sem hún var ađ segja, ţá fékk hún ţá flugu í höfuđiđ ađ ég ćtti eitthvađ bágt.
"Allt í lagi?"
"Já, já ... allt í lagi ... "
"Já ... "
Smá ţögn.
"Allt í lagi?"
"Já, já ... "
"Mmmm ... " (kinkar kolli)
Svona gekk ţetta í smástund ... svo byrjađi önnur sena ...
"Ná í dúkkuna, bangsa ... (eitthvađ óskiljanlegt) ... kem aftur ... "
Svo hljóp hún inn og náđi í dúkkuna.
"Ná í bangsa ... (eitthvađ óskiljanlegt) ... kem aftur ... kem aftur ... "
"Ok ... ég bíđ ... "
Hljóp inn og náđi á bangsann.
"Ná í dúkkuna ... (eitthvađ óskiljanlegt) ... kem aftur ... "
Ađ lokum var eitt og annađ komiđ út á svalirnar ... t.d. Herbalife-dunkurinn og Herbalife-próteiniđ sem mamma vildi endilega ađ ég tćki međ mér. Og hverri ferđ fylgdu sannfćrandi loforđ um endurkomu ...
---
Um daginn var GHPL ađ lita. Hún greip hvítan vaxlit og tók til óspilltra málanna. Eins og vćnta mátti skilađi hvítur litur á hvítt blađ fremur takmörkuđum árangri.
Guddan lyfti litnum af blađinu og leit framan á oddinn ... "ći ... tómur ... "
Hún teygđi sig eftir grćna litnum. Máliđ var afgreitt.
Bćta viđ athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.