Þriðjudagur 12. apríl 2011 - Leibbi frændi yfirgefur sviðið ...

Jæja, þá hefur Leibbi frændi sagt "bless".

Magnaður karakter hann frændi minn óhætt að segja það.  Vakti athygli fólks hvar sem hann kom.  Þeir sem hittu Leibba frænda gleymdu því aldrei ... hann var svo skemmtilega öðruvísi.

Ég ætla skrifa meira um Leibba frænda síðar ... 

... en svo mikið er víst að einn minn mesti og besti bandamaður og mikill áhrifavaldur er nú horfinn af sjónarsviðinu.

Ég þakka honum kærlega fyrir samveruna, athugasemdirnar, leiðsögnina, mismælin, hláturinn, spurningarnar, göngutúrana, ... já bara allt.  Ég er lukkunnar pamfíll ...

--- 

Nýr kapítuli hófst í gærkvöldi ... blessuð sé minning Leibba frænda ... 

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Þið tveir voruð góðir saman, alltaf stutt í hláturinn og ruglið.  Ég er mjög ánægð fyrir þína hönd að þið náðuð smá tíma til að spjalla og hlæja saman áður en Leifur kvaddi þennan heim, það hefur verið ykkur báðum mikils virði!

Það er satt hjá þér Bobbi minn að fólk gleymdi ekki Leibba eftir að það hafði hitt hann :)

Leifur er einn sá litríkasti karater sem ég hef hitt, hann var yndislegur, hress, skemmtilegur, hafði áhuga á öllum sköpuðum hlutum og því skemmtilega spurull. 

Ég er mjög þakklát fyrir að hafa kynnst honum í gegnum þig og að hafa verið svo lánsöm að eignast svona góðan vin.

Lauga (IP-tala skráð) 13.4.2011 kl. 09:47

2 Smámynd: Páll Jakob Líndal

:)

Páll Jakob Líndal, 13.4.2011 kl. 21:31

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband