6.4.2011 | 15:06
Miðvikudagur 6. apríl 2011 - Betri biðstofur
Þá er maður kominn til Íslands eins og stundum áður.
Margt sem liggur fyrir að þessu sinni. Í gær var mjög vel heppnaður fundur á Landspítalanum í tengslum við verkefnið sem ég, ásamt félögum mínum í samtökunum Umhverfi og vellíðan, höfum verið að vinna að á biðstofu dag- og göngudeildar krabbameinslækninga á LSH.
Niðurstöðurnar eru áhugaverðar og verða þær kynntar á opnum fundi í Hringsal Barnaspítala Hringsins næstkomandi mánudag kl. 13 og það eru allir velkomnir.
Nú er maður á kafi í að undirbúa fyrirlestur sem halda á í Sandgerði á morgun. Hlakka mikið til þess verkefnis :) .
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.