30.3.2011 | 22:00
Miðvikudagur 30. mars 2011 - Prófi rúllað upp
Enn og aftur sýnir Lauga snilli sína ...
Eins og ég sagði um daginn þá fór Lauga í próf. Þetta var víst aðalprófið í náminu hjá henni ... mikið efni að fara yfir og kunna og það sem meira er ... til að standast prófið þarf að hafa að lágmarki 80% svara rétt.
Klukkan 18 í kvöld kíkti hún hvernig hefði gengið í prófinu. Hún gjörsamlega rúllaði þessu upp ...
Lokaeinkunn liggur ekki enn fyrir en af því að prófið var gert á netinu, þá er hægt að fylgjast með yfirferð kennarans með því að "logga" sig inn á heimasvæði námskeiðsins.
Nú þegar kennarinn er búinn að fara yfir 92% prófsins er snillingurinn með 93% rétt.
Prófið og mestur hluti lesefnis er á sænsku og það eru nú þegar nokkrir Svíar fallnir á prófinu ... meira að segja fólk sem barnlaust, í fríi frá vinnu og ekki ólétt ;) ...
Ég held að það sé ekki hægt annað en að taka ofan fyrir þessari frammistöðu ...
---
Annars er maður bara alveg svellbrattur ... kominn aftur inn á beinu brautina eftir ofurlitla sveigju útaf í gær ... þakka öllum sem ómökuðu sig til að senda baráttukveðjur til mín.
Maður getur náttúrulega ekki verið að tala um það hér að fólk eigi ekki að vera að væla og væla svo sjálfur eins og eymingi.
---
Guddan hefur líka farið aðeins út af sporinu í pissumálunum ... tvo morgna í röð hefur hún vaknað með allt "stöffið" í buxunum.
Athugasemdir
Algerlega frábært hjá Laugu! Rúllar þessu upp með vinnu, með barn og með barni ... endemis snillingur á ferð!!! Gott að heyra að þú sért kominn á beinu brautina eftir smávegis bakslag - og hættur að væla eins og eymingi
Stjóri (IP-tala skráð) 30.3.2011 kl. 23:57
Frábært að heyra!! Já, konan hún Lauga er nottulega engri líka...og enn og aftur sannast það að konur eru engu líkar! Þær eru bara svo með eindæmum fjölhæfar, hæfileikaríkar, skapandi, þolinmóðar og kraftmiklar - gera ótrúlegustu hluti undir miklu álagi - og æðruleysið og hógværðin út í gegn :) Ég tek ofan fyrir Laugu og öllum öðrum konum - að mínu mati eru konur afar hæfar kynverur! ;)
Kysstu nú Laugu frá mér....sakna hennar!
Sigga Dóra (IP-tala skráð) 31.3.2011 kl. 10:33
Þakka þér fyrir færsluna Bobbi minn og fyrir alla hvatninguna :) Þú ert svo frábær að nenna að skrá þetta niður :) og maður fær aldrei leiða á því að vera kallaður snillingur :D
Takk fyrir "kommentin" kæru vinir... koss til baka.
Lauga (IP-tala skráð) 31.3.2011 kl. 12:15
Til hamingju elsku Lauga.
Þið eruð snillingar öll saman í kór :-)
knús til ykkar
Linda (IP-tala skráð) 31.3.2011 kl. 21:19
Takk fyrir þetta allt saman ... við erum öll miklir snillingar!! :D
Páll Jakob Líndal, 31.3.2011 kl. 23:00
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.