29.3.2011 | 20:31
Þriðjudagur 29. mars 2011 - Smá mótbyr
Þetta eru meiri andskotans dagarnir ...
- rannsóknin sem fór í gang í síðustu viku virðist ekki vera að heppnast sem skyldi ... ætli það seinki ekki doktorsverkefninu um svona hálft ár eða svo ...
- að finna út úr rannsóknargögnunum sem ég safnaði í haust er slíkur höfuðverkur að það hálfa væri nóg ... og enginn til staðar til að ræða um þau.
- hæsti mögulegi leikskólagjaldataxti er yfirvofandi vegna þess að mjög treglega hefur gengið að útvega nauðsynlegar upplýsingar úr "kerfinu".
- "bráðskemmtileg" tilkynning barst í gær um að við værum sennilega að missa íbúðina í lok ágúst.
o.s.frv.
Verra gæti það ugglaust verið en ég er samt skítfúll yfir þessu ...
---
Held að nú sé nauðsynlegt að rifja upp "andstæðu-ofsóknarbrjálæðið" sem William Clement Stone gerði frægt.
Það er svona: "Allt sem á sér stað í heiminum gerist bara í þeim tilgangi að auka velferð mína."
Athugasemdir
Meðan allir halda heilsu gengur allt annað upp - lífið er þolinmæðisvinna ;-)
Linda (IP-tala skráð) 29.3.2011 kl. 22:18
Ójá ... þetta er svo rétt hjá þér ... Linda :)
Gleymdi mér aðeins í gærkvöldi ;) ...
Páll Jakob Líndal, 30.3.2011 kl. 07:44
Ljótt að heyra með verkefnið og íbúðina en þetta fer vonandi allt saman vel. Um að gera að taka andstæðu-ofsóknarbrjálæðið á þetta!:)
Stjóri (IP-tala skráð) 30.3.2011 kl. 18:00
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.