Mánudagur 21. mars 2011 - GHPL - nokkrir punktar

Guddan fer á kostum þessa dagana ... eins og svo oft áður ...

Í leikskólanum í dag vakti það gríðarlega lukku þegar hún kallaði hátt og snjallt yfir krakkahópinn þegar tilkynnt var að nú ætti að fara út að leika: LET'S GOOOO!!!

Kennararnir voru svo hrifnir af þessu uppátæki að það var sérstaklega skráð í skýrslu dagsins ...

---

Svo er sagt að GHPL sé alltaf að reikna í skólanum ... "hún bara reiknar og reiknar og reiknar og reiknar ... alveg ótrúlegt", sagði Khadja kennari í dag við Laugu.

---

Hér heima fyrir segist Guðrún "tóra" og "drafa" ... sem kann ugglaust að hljóma sérkennilega í eyrum margra.

Til áréttingar má segja að "tóra" og "drafa" er það sem flestir Íslendingar myndu orða sem "toga" og "draga".

---

Stubb brá heldur betur í brún í dag þegar hann heyrði að Lauga hnerraði inni í eldhúsi.  Kom hlaupandi og spurði hvort ekki væri allt í lagi.

Þetta kallar maður vöktun.

---

Hér á heimlinu ríkir Andrés Önd-æði ... það er bara mál málanna ...

Andrés Önd er samt aldrei kallaður annað en "des önd".

---

Svo er einhver bissness milli Laugu og Guddunnar með að kyssast og segja "elska þig".  Stubbur á í smá vandræðum með að orða hlutina rétt ... "enska þig" ...

---

Maður veltir fyrir sér hvort styrkingarmynstrið á heimilinu sé komið út í öfgar.  Syd gerir eitthvert ofurlítið viðvik og hrósar sér í hástert í kjölfarið: "Gí dugleg, Gí dugleg, mycket dugleg!!"

Stundum er þó viðvikið alveg eftirtektarinnar virði ... sérstaklega þegar hún klæðir sig hjálparlaust í nærbuxur, sokkabuxur og peysu ...

Snillingur dagsins á okkar heimili ...


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband