Fimmtudagur 17. mars 2011 - Rosahól og Sjandri

Jæja, þá eru forprófanir fyrir rannsóknina hafnar með góðum árangri.  Þetta er allt saman algjörlega að smella.  Sem er auðvitað ákaflega gleðilegt.

Alvöru gagnasöfnun hefst sjálfsagt í byrjun næstu viku.  Spennandi ... ;)

---

Annars er allt gott af okkur að frétta.  Mikið að gera eins og alltaf ...

Lauga fékk svo rosalegt hól í vinnunni í dag að annað eins hefur varla heyrst.  Sá sem hældi stóð gjörsamlega á öndinni af hrifningu yfir frammistöðu hennar, þannig að Lauga vissi eiginlega ekki í hvort fótinn hún átti að stíga.

Ég er oft búinn að segja þetta á þessari bloggsíðu ... en þessi manneskja er algjör snillingur!!

---

Og svo er það hann Sverrir vinur minn ...

Nú er karl búinn að ráðast inn á barnabókamarkaðinn ... því bókin Sjandri og úfurinn er kominn í verslanir.

Taktu eftir bókin heitir ekki Sjandri og úlfurinn, heldur Sjandri og úfurinn ... tvennt ólíkt ... mjög ólíkt! Og óhætt er að segja að Sverrir fari ótroðnar slóðir í þessari fyrstu bók um Sjandra.

Þetta er sum sé fróðleg saga fyrir börn ... já og fullorðna ... og alla þá sem hafa áhuga á því að fræðast um úfinn ... 

Hvernig væri nú að trimma út í bókabúð og kynna sér málið ... hef sjálfur lesið bókina og hvet alla til að gera hið sama.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband