Þriðjudagur 15. mars 2011 - Rannsókn og óhapp

Núna er allt á síðustu metrunum í undirbúningi fyrir síðustu rannsóknina mína í þessu blessaða doktorsnámi.

Bara dagurinn á morgun verður notaður í undirbúning og svo verða forprófanir á fimmtudag og föstudag.  Eftir helgina hefst svo gagnasöfnun fyrir alvöru og mun standa samfleytt í tvær vikur.

Óhætt er að segja að þetta sé nokkurn veginn alveg eftir bókinni. 

---

Annars gengur allt vel hér í Uppsölum ...

... það gekk hinsvegar ekki alveg jafnvel hjá honum Valtý frænda mínum, sem lenti í bílslysi í dag. Hamingjunni sé lof, þá fór betur en á horfðist ... eftir því sem mér skilst.

Nú er bara að vona að drengurinn nái sér að fullu.

---

Læt þetta duga ...

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband