Mánudagur 14. mars 2011 - Að stjórna þvaglátum

Þá ryðst maður aftur fram á ritvöllinn.

Hér hafa hlutirnir heldur betur verið að gerast ...

... en mál málanna á þessu bloggi er stubbur ... síðuhaldara er það alveg ljóst ...

---

Lauga sagði í gær að það þyrfti að kaupa einn bleyjupakka í viðbót handa GHPL og svo ekki söguna meir ... "næsta barn getur svo bara notað restina" bætti hún svo við. 

Fyrir nokkrum vikum, höfðum við ekki hugmynd um hvernig ætti eiginlega að venja barnið af þessu ... og ákváðum bara að bíða og sjá.

Núna notar hún ekki einu sinni bleyju á nóttunni ... alveg ótrúlega merkilegt, finnst mér ...

Það má nú samt ekki ganga svo langt að segja að þessi ferill sé 100% ... en hann er 95% öruggur ...

Þá er það komið til skila ...

 
Guddan sofnuð bleyjulaus í sófanum í kvöld ...


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband