2.3.2011 | 23:44
Miðvikudagur 2. mars 2011 - Teiknimyndagerð
Í dag hef ég unnið að því að búa til teiknimynd ... hvorki meira né minna.
Afrakstur dagsins er búinn að vera stórkostlegur. Í það minnsta er ég búinn að læra alveg fullt í dag um teiknimyndagerð.
Lengsta myndin sem ég bjó til í dag var hvorki meira né minna en 3 sekúndur og það tók nú tíma sinn að búa það til ... alveg ótrúlega tímafrekur "prósess".
Þetta er auðvitað meira þrekvirki en orð fá lýst ...
---
Fór í söngtíma í kvöld ... gekk bara ágætlega þrátt fyrir kverkaskít ... háa c-ið steinlá, fullkomlega áreyslulaust, svo dæmi sé tekið.
Skrapp einnig í fótbolta í kvöld ... góð hreyfing þar ... og bara hinn besti bolti.
---
Guðrún átti gullkorn dagsins þegar ég kom heim úr söngtímanum:
"Var gaman í leikskólanum?"
Svona læra börnin það sem fyrir þeim er haft enda er spyr ég hana þessarar spurningar á hverjum degi þegar hún kemur heim af leikskólanum.
Athugasemdir
Man er synir mínir yngri voru mörg gullkornin skráði maður niður,og geymir. Þessa dagana er ég að lesa bók eftir alnafna þinn,bók er heitir:.Hin Fornu Tún.: gefin út af Landi og Sögu 1974,skemmtileg bók um gamla tíma.
Trúlegast finnst mér þið Pálarnir vera skyldir.?
Númi (IP-tala skráð) 3.3.2011 kl. 00:16
Já Númi, við Pálarnir erum vel tengdir ... feðgar nánar tiltekið :)
Páll Jakob Líndal, 3.3.2011 kl. 12:06
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.