Mánudagur 28. febrúar 2011 - Hreyfing og Richard Scarry

Boltinn rúllar áfram ... febrúar á enda runninn ...

Óhætt að segja að margt hafi á dagana drifið þennan mánuðinn, flest ánægjulegt.

---

Eitt af hinu ánægjulega eru kaup á líkamsræktarkorti en núna, eins og stundum áður reyndar, er meiningin að skipta um takt í heilsu- og hreyfingarmálum.

Í kvöld var árangur minn ekki upp á marga fiska enda er meginmarkmiðið koma sér í gang án þess að rífa eða slíta veikustu hlekkina, nú eða togna.

Fór í hnébeygju í dag - tók 10 endurtekningar í 5 skipti ... bara með stöngina eða samtals með 20 kg á öxlunum.  Leit nú ekki sérlega hraustlega út.  Meðan á þessu stóð fór ég að rifja upp hversu miklu ég var að lyfta á þeim árum þegar ég æfði sem mest fótbolta ... þ.e. fyrir næstum 20 árum.

Mig minnir að mesta þyngd þá hafi verið 180 kg ... að vísu bara ein lyfta og tveir hjálparkokkar sitthvoru megin tilbúnir að grípa inn í ... en óhætt er að segja að töluvert sé í land með að það verði bætt.

En alltént ... ég er ánægður með að þetta ferli sé byrjað ... það er svo sannarlega ekki vanþörf á því.

---

Guddan er fremur hress núna ... fór á leikskólann í morgun eftir dálítið hlé.

Það var víst bara skemmtilegt þar ef rétt hefur skilist.

Það er gaman að segja frá því að hún er núna farin að "lesa" bækurnar sínar sjálf.  Þá sérstaklega söguna um geiturnar þrjár.
Lesturinn byggist þó meira á minni þeirrar stuttu en leshæfni, en hún fer í gegnum ævintýrið, segjandi upphátt textann sem í bókinni stendur ... stundum dálítið stílfærðan texta en stundum er hann bara nokkuð nærri lagi.

Bókin "Allting runt omkring" eftir Richard Scarry er afar vinsæl hjá Guddunni, nú sem endranær. Á síðustu dögum og vikum hefur hún verið að gefa öllum "karakterunum" á kápu bókarinnar nafn.

Eftir nokkuð misvísandi nafngiftir lengi vel hefur hún komist að niðurstöðu sem hefur ekki breyst í nokkra daga og hlýtur því að teljast endanleg ... að minnsta kosti í augnablikinu. 

Ég er mest hissa á að beljan skuli heita Dóri ... en það er greinilega eitthvað samasemmerki sem GHPL setur á milli hans og hennar :D ... 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

þessi bók er snilld ;) og gott að heyra af hreyfingunni ég ætti að taka þig mér til fyrirmyndar og drulla mér af stað. En hér snjóar og ég er í vetrarfríi  sem er næs. Væri gaman að sjá myndir af bumbu laugu

knús til ykkar allra

Sigrún&Nikki

sigrúns (IP-tala skráð) 1.3.2011 kl. 10:33

2 Smámynd: Páll Jakob Líndal

Ég mun setja þetta mál með mynd af Laugu í vinnslu á næstu dögum :)

Páll Jakob Líndal, 1.3.2011 kl. 21:31

3 identicon

Það er af sem áður var með hnébeygjuna! Það hefur verið skondin sjón að sjá hraustlegan mann með þessa líka drumba niður úr mittinu með tóma stöngina á herðunum :)

Á beljan að vera sá Dóri sem ég held hún eigi að vera?? Ef svo er verður GHPL tekin í alvarlegt spjall á Leifsstöð nk. fimmtudag!

Stjóri (IP-tala skráð) 2.3.2011 kl. 02:09

4 Smámynd: Páll Jakob Líndal

Assgoti hittir Stjórinn vel á þetta með beljuna!! Það sem er líka skemmtilegt er að ég hafði engin áhrif á þessa ákvörðun dótturinnar! ;)

Annars óþarfi taka svona voðalega jákvætt undir það að maður sé orðinn algjör aumingi :)

Páll Jakob Líndal, 3.3.2011 kl. 12:09

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband