26.2.2011 | 23:41
Laugardagur 26. febrúar 2011 - Sögur á GHPL
Núna er eitt og annað að hrökkva upp úr Guddunni sem gaman er að halda til haga.
Í morgun var verið að lesa góða bók við morgunverðarborðið. Eins og gjarnan var efni bókinnar rætt fram og aftur ... oft með þeim hættinum að stubbur bendir á eitthvað í bókinni og segir hvað viðkomandi hlutur heitir og viðmælandi þarf svo að endurtaka orðið.
"Hestur, gíraffi, rauður hringur, blár kassi." Allt satt og rétt ... já og endurtekið.
Hún rýndi betur ofan í bókina.
"Grænn háhyrningur" sagði hún svo sigri hrósandi þegar bún benti á grænan þríhyrning.
"Grænn háhyrningur" sagði hún svo sigri hrósandi þegar bún benti á grænan þríhyrning.
---
GHPL er mikið fyrir að dansa og byggist dansinn helst á því að haldast í hendur við dansfélgann og hoppa í hringi ... mjög marga hringi ...
Í morgun var annað upp á teningnum.
"Mamma ... hoppa!!"
"Nei, mamma má ekki hoppa." Ólétt ... þú veist ... ;)
"Jú, mamma hoppa!! Gí syngja!"
---
Talandi um söng ... það er geysilega vinsælt að syngja í klósettrúlluhaldarann ... söngvarinn kallar það að gera "faaaaaíííííííí" og syngur það þannig að hann byrjar djúpt og rennir sér svo upp í mjög háa og skæra tóna.
---
Ég er oft búinn að nefna hversu hugleikinn sirkusinn er dótturinni.
Í morgun tók hún símann sinn (sem er leikfangasími, svo því sé haldið til haga) og hringdi í sirkusinn.
"Halló sirkus ... (eitthvað algjörlega óskiljanlegt)"
"Halló sirkus ... (eitthvað algjörlega óskiljanlegt)"
Eftir spjallið var allt gott.
---
Upp á síðkastið hefur merking á hinum geðþekka frasa "góða nótt" verið töluvert á reiki.
Í morgun þegar ég skrapp í ræktina var ég kvaddur með þessum orðum:
"Hejdo ... góða nótt!!"
Svo var hurðinni skellt á nefið á mér!
Þetta er í fyrsta skiptið, held ég, sem dóttirin er með "tígó" í hárinu.
Svo skruppum við í göngutúr að skoða dýrin í dag. Þegar þangað var komið var stubbur sofnaður ...
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.