Fimmtudagur 24. febrúar 2011 - Gävle og svolítið af skömmum

Skrapp til Gävle í dag að ná mér í forrit fyrir rannsóknina sem verið er að undirbúa.

Alveg dæmalaust gott að fá þetta forrit ... er einfalt og mun spara mikla vinnu, því ekki þarf að kafa ofan í önnur flóknari forrit.

Eiginlega er það bara algjör snilld að fá þetta forrit.

---

Guddan gerði það gott í dag ... var heima vegna veikinda ...

Hóf daginn á því að rífa blaðsíðu úr uppáhaldsbókinni sinni. Fékk skömm í hattinn fyrir viðvikið. 

Ákvað því næst að pissa á stofugólfið, svona nánast haldandi á koppnum undir annarri hendinni. Mikið spurð á því hvers vegna í ósköpunum hún hefði ekki notað koppinn. Hlaut sumsé mikið lof fyrir framtakið eða þannig ...

Tók sig svo til stuttu síðar og slökkti á öllum græjunum sem ég var að vinna á ... hlaut mikið lof fyrir það líka ...

Í kjölfarið fór ég til Gävle ...

Þegar ég kom heim, tók lítil dama mér fagnandi.  Varð svo brúnaþung mjög og sagði: "Úff, mamma reið ... skamma Gí ... ekki borða, sirkus, fara út!!"

Nokkuð ljóst var að eitthvað hafði gerst ... en athyglisvert hvað hún er trú sirkusnum ...

Í nánast hverri einustu frásögn blandast sirkusinn inn í með einum eða öðrum hætti. 

En fleiri skammir fékk Guddan ekki í hattinn í dag ... annars er alveg voðalega leiðinlegt að vera a skamma hana.  Ég ætla að taka mig tak. 

---

Það eru margir skemmtilegir hlutir sem verið er að fást við núna.

Er að raða saman í höfðinu á mér lítilli könnun sem ég ætla að gera á íbúðarhúsnæði aldraðra.
Svo eru pælingar með áframhald á Djúpavogi næsta sumar.
Doktorsverkefnið auðvitað.
Ekki má gleyma rannsókninni á dag- og göngudeild krabbameinsdeildar LSH.

Ég held að ég sé alltaf að tala um þetta ... úff ... það bara kemst lítið annað að í hausnum á mér þessa dagana ;) 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband