Sunnudagur 20. febrúar 2011 - Hallur afi horfinn á braut

Þessi dagur byrjaði bratt ... hringing frá Íslandi til að tilkynna að Hallur afi Laugu hefði dáið í nótt.

Svona fréttir koma alltaf illa við mann.  

Þær eru einhvern veginn svo endanlegar ... það verður ekkert meira gert, þetta er búið.  Engar vangaveltur, engar tilslakanir, engar umræður. Máttarvöldin hafa tekið málin alfarið í sínar hendur og þeirra ákvörðun er endanleg og yfir allt hafin. 

En minningin um Hall afa lifir. Minning um reffilegan karl sem þótti gaman að lifa. 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Takk kærlega fyrir spjallið í kvöld. Já, hann Hallur var sannarlega skemmtilegur og reffilegur karl - ég er mjög þakklátur fyrir að hafa fengið að kynnast honum.

Bestu kveðjur til ykkar allra. 

Stjóri (IP-tala skráð) 21.2.2011 kl. 01:45

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband