Sunnudagur 30. janúar 2011 - Til hvers að vera blogga um þetta?

Þá er þessi dagur að kveldi kominn ...

Allur annar dagur en í gær og í fyrradag ... já, vel á minnst ... ég hef fengið nokkrar athugasemdir varðandi síðasta blogg ...  

Í grófum dráttum eru allar athugasemdirnar eins ... þ.e. til hvers að vera blogga um þetta? 

Svar mitt er: Af því það er full ástæða til þess ...

Ég hugsa þessa bloggsíðu fyrst og fremst sem dagbók fyrir sjálfan mig og vettvang þar sem ég get skráð niður punkta úr lífi Guddunnar, sem gaman og fróðlegt getur verið að eiga síðar meir. 

Og í mínu lífi eru hæðir og lægðir ... stundum blasir lífið við, mér finnst ég geta allt og allt er bara í rosalega miklu gúddí. Svo stundum eru hlutirnir bara drullufúlir og ýmsar ástæður geta legið að baki því.

Og þar sem bloggið er aðallega hugsað, frá mínum bæjardyrum séð, sem dagbók sé ég enga ástæðu til að vera með einhverja sögufölsun og blekkingarleik um að það sé alltaf allt svo æðislegt hjá mér ... því það er það svo sannarlega ekki.

Hinsvegar get ég ekki neitað því að mér finnst afskaplega margir vera í slíkum leik.

Maður les facebook-statusa, blogg og blaðagreinar þar sem fólk iðulega tjáir sig um hvað líf þeirra sé æðislegt og allt svo rosalega skemmtilegt, hvað þeir elski lífið mikið, hvað verið sé að borða æðislegan mat, hvað þeir séu þakklátir fyrir hvað allir eru æðislegir og hvað þeir hafi það rosalega "næs".  

Oft finnst mér holur hljómur í þessu og eins og það sé einhver keppni í því að eiga sem æðislegast líf, vera sem jákvæðastur og þakklátastur ...

... ég skil ekki alveg til hvers og við hvern er eiginlega verið að keppa ...

En sem dagbók á netinu er ekkert óeðlilegt við það að hér séu stundum ritaðir persónulegir hlutir. En alltént er hér enginn leikur á ferðinni og það er ekkert verið að reyna að fegra hlutina með neinum hætti. Flestir hlutir eru sagðir umbúðalaust, þó þess sé gætt að höggva ekki ódrengilega í einn né neinn.

Oftar en einu sinni hefur fólk fengið hland fyrir hjartað yfir því sem hér er skrifað ... og það er verður bara að vera svo ...

Ég vil stunda opin og heiðarleg samskipti, ég hef ekki áhuga á feluleikjum eða brengluðum frásögnum ... ég hef bara áhuga á lífinu eins og það kemur fyrir af skepnunni og legg mig fram á hverjum degi um að verða jákvæður einstaklingur og góð manneskja.

Stundum tekst það og stundum ekki ... 

---

Að öðru leyti gerðist það í dag að við Guddan fórum í handbolta í stofunni ... það var eftir úrslitaleikinn á HM.

Ég veit ekki hver hún var en ég var Kristján Arason.

Nema hvað ... í miðjum leik uppgötvaði GHPL að hendur hennar voru útmakaðar í kókómalti.

"Æjæj ... gleyma þvo hendur!" Svo hljóp hún fram á bað og þvoði hendurnar.

Svo kom hún aftur. Leikar um það bil að hefjast á nýjan leik, þá kom aftur babb í bátinn.

"Bíddu ... skítug .. þvo hendur!" Aftur fram á bað.

Svo kom hún aftur. Aftur fram á bað ... og svona gekk þetta trekk í trekk.

"Kristján Arason" var alveg orðinn ískaldur þegar Guddan krafðist þess loks að leik yrði haldið áfram.

Það varð orðið við þeirri beiðni og Syd fékk boltann, hljóp fram í eldhús, henti boltanum (sem reyndar var appelsínugul borðtenniskúla) undir eldhúsborðið.  Hún þverneitaði að ná í boltann en sagðist vilja fá eitthvað að borða ...

... þannig lauk fyrsta alvöruhandboltaleik á þessum bænum ...  


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Ég er ánægð með þig Bobbi! Það er langbest að koma til dyranna eins og maður er klæddur! Bið að heilsa fallegu stelpunum þínum.

Linda (IP-tala skráð) 31.1.2011 kl. 21:41

2 Smámynd: Páll Jakob Líndal

Kærar þakkir fyrir þetta Linda :) .

Skila kveðjunni ;) .

Kv. B.

Páll Jakob Líndal, 1.2.2011 kl. 09:38

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband