Fimmtudagur 20. janúar 2011 - Langþráðum áfanga náð

Paul Stanley skrautfjöður KISS á afmæli í dag ... ok ...

Mesta snilldin er samt að það eru tveir vinir mínir búnir að óska mér til hamingju með karlinn :) ... sem er, svo ég endurtaki mig ... hrein snilld!!

 

Í dag náði ég svo mjög, mjög, mjög langþráðu takmarki ... þegar ég sendi mína fyrstu vísindagrein til tímarits. Það var Journal of Environmental Psychology sem varð fyrir valinu og taldi lokaútgáfa greinarinnar tæplega 10.000 orð sem er svona í lengra lagi þegar horft er til vísindagreina sem þessarar.

En ég er alveg óskaplega glaður yfir að þessi grein sé frá ...

Svo þarf að að bíða í nokkra mánuði með að sjá hvort hún fæst samþykkt en áður en það kemur í ljós, þarf hún að fara í gegnum yfirlestur og athugasemdaskrif hjá minnst þremur öðrum vísindamönnum.

Endanlegt samþykki (nú eða synjun ... sem er ekki að fara gerast!!!) fæst svo eftir nokkra mánuði ... sennilega 6 - 12 mánuði ... þannig að björninn er síður en svo unninn. 

---

Hvað er hægt að segja um Gudduna ... ?

Jú, það er hægt að segja það að hún er komin með "pissuæði" ... að pissa í klósettið er núna mesta sport sem til er ...

Hún tilkynnir öllum viðstöddum að nú þurfi hún að fara á klósettið að pissa. Svo pissar hún og um leið og hún stekkur af klósettsetunni, heimtar hún umsvifalaust að fá að pissa meira.

... svona rétt eins og það sé hægt að panta slíkt hjá okkur foreldrunum ...  bara svona eins og að fá ís ...

En það sem kemur mér mest á óvart er hvað þetta hefur komið fljótt hjá henni ... 

... fyrir viku pissaði hún í buxurnar eins og bleyjubarn en núna er bara eins og hún sé búin að pissa í klósett alla sína ævi.

Alveg merkilegt hvað þessi blessuðu börn eru fljót að læra ...

 

Aðalspennan er þó sú hvort og hvenær tungumálin fara að flækjast fyrir Guddunni ... því á sænsku þýðir "kyssa" að "pissa" ...

Og við Lauga erum alltaf að biðja hana um að kyssa okkur ...  

---

Eitt að lokum ... þetta var umræðuefnið í kvöld hjá okkur Laugu ...

Nasistar fóru hörmulega með gyðinga í síðari heimstyrjöldinni. Ófáar frásagnir eru til af ódæðisverkum þeirra í útrýmingabúðunum.

Spurningin er ... hefði verið réttast eftir stríð, ef náðst hefði í valdamestu menn nasista, að láta þá kenna á eigin meðali?  Þ.e. að láta þá upplifa sama þrældóminn, vosbúðina, hungrið og barsmíðarnar í refsingarskyni?

---

Hér er svo "yfirklósettpissari" heimilisins ... myndin er tekin tveimur árum áður en þessi mikli pissu-áhugi vaknaði ... sumsé í janúar 2009.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband