Mánudagur 3. janúar 2011 - Sitt af hverju

Jæja ... enn er skrafað hér í Svíþjóð ... 

---

Guddan er nú farin að ganga á tám ... aldrei séð hana gera það fyrr.

Svo er hún líka farin að leggja aftur augun þegar hún er að reyna að sofna ... í stað þess að berjast á hæl og hnakka við að halda þeim opnum þar til Óli lokbrá tók yfirhöndina.

Hún gerði líka eitthvað stórmerkilegt í gær ... ég man bara ekki hvað það var ... en það var stórmerkilegt!

Það er líka gaman að segja frá því að svefninn hjá henni er í tómu tjóni þessa dagana. Hún er farin að vilja leggja sig milli kl. 16.30 - 17.30 og vaknar svo 1,5 - 2 tímum síðar.  Þetta þýðir auðvitað að hún sofnar svo ekki aftur fyrr en upp úr miðnætti. 

Það verður fróðlegt að sjá hversu langan tíma það tekur að vinda ofan af þessu ... en að sjálfsögðu hef ég pælt mikið í svefnmálum dótturinnar ... og ég er sannfærður um að svefnráðgjafar gæfu ekki mikið fyrir mínar meiningar í þeim málum ;) .

--- 

Svo er ég búinn að vinna baki brotnu í grein sem ég er að skrifa fyrir Djúpavogshrepp ... og fjallar um upplifun ferðamanna á Djúpavogi.

Þetta verkefni er mjög skemmtilegt ... og ég hlakka til að sjá niðurstöðuna.


Hér eru mæðgurnar að undirbúa svefninn 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband