Fimmtudagur 30. desember 2010 - Að taka á móti gestum

Jæja ... þá er þetta ár alveg að líða undir lok ... bara um einn sólarhringur eftir.

Óhætt er að segja að þetta ár hafi liðið alveg svakalega hratt og margt skemmtilegt átt sér stað.

Það er líka gaman að sjá hvað margir hafa áhuga á því að fylgjast með þessari bloggsíðu minni en frá 30. desember í fyrra og þar til nú þegar þetta er skrifað, hafa meira en 6.230 gestir heimsótt síðuna.  Auðvitað er það oft sama fólkið sem lítur við aftur og aftur en hver einstaklingur er þó aðeins talinn einu sinni hvern dag.

Það eru sum sé um 17 manns sem kíkja á síðuna á hverjum degi að meðaltali sem mér finnst bara alveg frábært. Það sem er svo frábært við allar þessar heimsóknir er það að fólk skuli bara yfir höfuð hafa áhuga á því sem við - þrenningin í Uppsala - erum að gera og hvað ég hef að segja.

Þegar ég fór til Sydney fyrir rúmum þremur árum, rann það nefnilega upp fyrir mér að það er síður en svo sjálfsagður hlutur að einhver sýni manni áhuga eða vilji eitthvað með mann hafa.  Þegar öllu er á botninn hvolft er langsamlega flestu fólki algjörlega skítsama hvað snýr upp eða niður á manni ... :) 

Ég þurfti sumsé að fara alla leiðina til Ástralíu til að átta mig á þessari einföldu staðreynd en fram að því  hafði mér fundist fullkomlega sjálfsagt og eðlilegt að einhver slatti af fólki hefði áhuga á öllu sem ég segði og gerði. 

---

Í dag var enn mikið spjallað en jafnframt mikið unnið ... þannig að þetta er búinn að vera langur dagur.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband