29.12.2010 | 23:35
Miðvikudagur 29. desember 2010 - Að losna við raddir
Rosalega fínn dagur að baki hér í Uppsala ... það er alveg merkilegt hvað dagarnir eru rosalega fínir þessa dagana.
Það er líka alveg merkilegt hvað við mamma getum talað mikið saman. Mér er það stórlega til efs að það séu mörg mæðgin sem geti talað svona klukkutímunum saman ... en þetta er skemmtilegt.
Fyrir vikið verður minna úr vinnu en efni standa til ... en ég held að það sé nú bara í lagi.
---
Svo hef ég líka verið að gera upp árið ... eitthvað smá verið að rúlla yfir bloggið til að sjá hvað hefur eiginlega á daga mína drifið.
Satt að segja held ég að mitt mesta afrek á þessu ári sé að ná tökum á hugsanaflæðinu hjá mér ... þessu endalausa, böggandi hugsanaflæði sem ég hef glímt við alltof lengi. Þessi rödd í hausnum sem var sífellt malandi, sífellt að setja út á allt sem ég gerði og sagði, sífellt að segja að ég gæti ekki þetta og hitt, sífellt að reka á eftir mér og valda samviskubiti.
Ég held að allir sem lesa þetta þekki þessa rödd hjá sjálfum sér ... en ég get sagt það ... það er þvílíkur munur að vera laus við þennan fjára.
Ég hvet því alla sem vettlingi geta valdið, að setja það efst á stefnuskránna hjá sér á nýju ári að þagga niður í þessari "f***ing" rödd.
---
Nú er það nýjasta hjá heimasætunni að vilja "búa sig upp" ... rosalegt stuð! Alveg merkilegt að hún skuli vera farin að hafa áhuga á þessu, ekki eldri en hún er ... þetta er greinilega eitthvað sem hún lærir á leikskólanum ... eða hvað?!? Ekki er nú verið að hafa þetta fyrir henni hér heima fyrir.
Þetta var lúkk kvöldsins ... útfært af henni sjálfri
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.