27.12.2010 | 23:08
Mánudagur 27. desember 2010 - Að fá gest í heimsókn
Í dag kom hingað til Uppsala góður gestur ... hvorki meira né minna en föðuramma Guddunnar.
Ætlar að dvelja hér í góðu yfirlæti framyfir áramótin.
- það hefur nú alveg gleymst að taka mynd af þeim stöllum í dag -
Guddan var svo glöð að hitta ömmu sína að hún hefur eiginlega ekki getað séð af henni í allan dag. Og meira að segja í kvöld átti amman að svæfa ... það gekk nú samt ekki betur en svo að Guddan steig fram í stofu um 20 mínútum síðar, hressari en nokkru sinni fyrr.
Þá var hún búin að þvæla svo mikið í ömmunni að sú fór bara beint að sofa en stubbur fór fram í eldhús og krafðist þess að fá eitthvað að borða.
Klukkan var þá 23.30 að staðartíma ...
---
Annars hefur þetta verið sannkallaður kjaftadagur ... ég og mamma töluðum saman svo klukkutímum skipti í dag ...
Lauga var að vinna ...
... og við rönkuðum ekki við okkur fyrr en klukkan rétt fyrir níu.
Kvöldmatur klukkan tíu ...
Þetta er allt í bulli hérna :) ... bara eins og það á að vera ...
Þessi var tekin á góðri stund í sumar ...
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.