Miðvikudagur 22. desember 2010 - Að undirbúa jól

Það var glæsilegt veður í morgun þegar við Gudda vorum að undirbúa okkur fyrir daginn ... heiðskírt, morgunroði og ískalt (-21°C).

 

Nú þegar nær dregur jólahátíðinni fer að verða nauðsynlegt að rífa fram jóladótið og fara að reyna að gera eitthvað ...

Og það var gert í dag.

Fyrir það fyrsta kom Lauga við í Åhlens á leiðinni heim og keypti slatta af jóladóti, t.d. seríu og ljósakrans til að setja í glugga, sem og jólasófaábreiður (!?!)

Í kvöld var þessu öllu komið fyrir, auk þess sem hið glæsilega jólatré var dregið fram við mikinn fögnuð stubbs, sem kyssti tréið í bak og fyrir.

Og svo var sett í samband og ballið byrjaði ...

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband