Fimmtudagur 16. desember 2010 - Viðhorf og atferli

Nú er maður náttúrulega orðinn alltof framlágur til að skrifað eitthvað af viti ...

Hef lítið spáð í annað en viðhorf í dag ... hvað mótar viðhorf og hver eru tengsl milli viðhorfa og athafna.

Þetta eru fróðlegar "spekúlasjónir".

---

Það er alveg ótrúlegt hvað samræmi milli viðhorfa og atferlis er oft lítið, og hvað mannskepnan leyfir sér oft að stytta sér leið þegar kemur að því að móta viðhorf.

Þessi stytting á sér þó þær skýringar að heilabúið í okkur ræður ekki við öll þau áreiti sem dynja á skynfærum okkar.  Þá er tvennt í stöðunni ... reyna að díla við öll áreitin og brenna yfir á tiltölulega stuttum tíma eða stytta sér leið.

Fólk þyrfti samt að vera meðvitaðra um að það er að stytta sér leið. 

---

Svo fannst mér það mjög merkilegt að það er fólki eðlislægt að meta umhverfið með neikvæðum hætti.

Þetta er atriði sem ég hef oft pælt mikið í ... af hverju á maður svona miklu auðveldara með að sjá það sem er slæmt en það sem er gott? 

Samkvæmt mínum heimildum á þetta sér þróunarfræðilegar skírskotanir, þannig að þegar maður bjó í náttúrunni, skipti miklu máli að vera góður í því að koma auga á hugsanlegar hættur, einfaldlega til að vera ekki drepinn.
Þannig þróaðist þessi eiginleiki með manninum í þúsundir og jafnvel milljónir ára ...

Hinsvegar ...

... segja vísindamenn að það sé vel hægt að þjálfa sig upp í að meta umhverfið með jákvæðum hætti ... þannig að hér er ekki verið að gefa vilyrði fyrir því að vera neikvæður og leiðinlegur ;) . 

---

Og úr því maður er kominn út í þessa sálma.

Á afmælinu mínu skruppum við Lauga í hádeginu og fengum okkur að borða.  Afgreiðslumaðurinn var meira en fúll á móti ...

Ég fór að pæla ... ætli það hljóti ekki að vera alveg rosalega leiðinlegt að vera svona svakalega fúll?

Ég meina ... gaurinn er kannski ekki að lifa skemmtilegasta lífi í heimi, en hjálpar það honum eitthvað að vera svona hrikalega fúll?  Er lífið bærilegra þannig?

Ætli maður sé einhvern tímann betur settur fúll en glaður?  Persónulega hef ég aldrei upplifað það ;) .


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband